Fréttir – Page 8
-
News
Íslenskar rætur, alþjóðlegt umfang
Hampiðjan hafði framleitt vörur fyrir íslenskan sjávarútveg áratugum saman áður en fyrirtækið tók að vaxa gríðarlega með hátæknivæðingu veiðarfæranna. Fyrirtækið hefur lengi einsett sér að vera í fremstu röð og sett bæði vinnu og fjármagn í rannsóknir og þróun.
-
News
Nýir vinnslumöguleikar fyrir belgískan fiskframleiðanda
Gadus hefur lengi notið virðingar fyrir framleiðslu sjávarafurða af mestu gæðum. Fyrirtækið er ávallt fljótt að aðlagast og staðráðið í að hafa forystu á sínu sviði. Það bregst við breyttum markaðskröfum með því að gera breytingar á framleiðslunni og kynna framtíðarsýn fyrirtækisins.
-
News
Endurvinnsluhringnum lokað
„Þetta var einn af helstu kostum framleiðslunnar, ásamt því hve sterk og endingargóð kerin voru, auk annars,“ sagði Arnar Snorrason, markaðs- og þróunarstjóri Sæplasts.
-
News
Einstakt framboð
Guðbjartur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ísfells, segir að Arctic 101 togvörpurnar hafi reynst vel í færeyska flotanum.
-
News
Milljónir kara um heim allan – nú á Íslandi
Rétt í blálokin á 2020 náði Industrial Solutions samkomulagi við ísraelska kara- og brettaframleiðandann Dolav um að verða umboðsaðili þeirra fyrir Ísland, Grænland og Færeyjar.
-
News
Nodosa afhendir nýjasta togarann til Falklandseyja
Fiskiskipaflotinn á Falklandseyjum hefur verið í endurnýjun á síðustu árum. Nýir togarar hafa bæst í flotann, og allir eru þeir smíðaðir hjá Nodosa.
-
News
Hvítfiskur og lax, jafnt af hvoru
„Við sérhæfum okkur í sérhönnuðum búnaði fyrir fiskvinnslu, bæði fyrir skip, vinnslustöðvar og fiskeldisfyrirtæki sem ala lax og silung. Þetta árið höfum við haft nóg að gera við nýja vinnsluhúsið á Dalvík sem Samherji tók nýlega í notkun, við að setja upp færibönd og annan búnað. Það er mikið af tækjum frá okkur þar,“ segir Kristján Karl Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri.
-
News
Próteinverksmiðja Héðins verður stjarna sýningarinnar
Verkfræðingarnir hjá Héðni hafa verið frumkvöðlar í nýrri nálgun við þróun Próteinverksmiðju Héðins (Hedinn Protein Plant), þar sem saman fara einföld tækjastjórnun og afar lofandi niðurstaða hvað varðar orkunýtingu, mannafla sem þarf til að stýra búnaðinum, fyrirferð búnaðarins og framúrskarandi vörugæði.
-
News
Toghlerar úr endurunnu plasti
Hönnunin er tilbúin og brátt er von á fyrstu Plútó-hlerunum, og haldið er í þá hefð að notast við nöfn úr goðsögum.
-
News
Mustad Autoline kemur sér fyrir á Íslandi
Sigurður Óli Þorleifsson hefur verið ráðinn frá Ísfelli, fyrirtæki sem hefur undanfarinn fimm ár séð um dreifingu á vörum frá Mustad Autoline á Íslandi. Sigurður kemur með mikla reynslu og trausta þekkingu bæði á markaðnum og á vörulínunni frá Mustad Autoline.
-
News
Norsk sérfræðiþekking í laxi tekur þátt í IceFish 2021
Oddvar Raunholm, markaðsstjóri Knuro, segir fyrirtækið framleiða fyrir ákveðinn markaðskima en engu að síður er vörulínan frá þeim allrar athygli verð. Þar á meðal er að finna hreinsibúnað sem er hannaður til að virka fullkomlega með Baader 142 slægingarvélinni, fiskteljara sem fylgist með daglegri vinnslu af 98% nákvæmni, og SCADA tölvubúnað sem sér um framleiðslustýringu og greiningarvinnu og kallast alla jafna The Boss.
-
News
Snjallstýring pækilfrystingar og RSW-sjókælingar
Að baki Olen stendur fyrirtækið ISI-Fish í Concarneau, sem á sér langa sögu í tæknibúnaði fyrir sjávarútveg, þar á meðal framleiðslu á flóknum rafeindabúnaði fyrir uppsjávarskip og línubáta sem veiða túnfisk og aðrar tegundir.
-
News
Í fyrsta sinn á Íslensku sjávarútvegssýningunni
Duguva er með fjölbreytt vöruúrval, þar á meðal rafgirðingar fyrir búfé og sérhæfðar slöngur fyrir skurðaðgerðir, en helsti vaxtarbroddurinn undanfarin ár hefur verið í framleiðslu á reipum og garni fyrir fiskveiðar og fiskeldi.
-
News
Wise aðlagar sig að breyttu viðskiptalandslagi
„Marigr þættir í hversdagstilveru okkar hafa breyst vegna heimsfaraldurs Covid-19. Sölu- og markaðsstarf okkar hjá Wise Solutions er þar engin undantekning, enda þótt þróunin hafi ekki verið alveg í þá átt sem við áttum von á. Við höfum sjaldan haft jafn mikið að gera hér í sölu- og markaðsdeildinni,” segir hann.
-
News
Baader telur laxinn spennandi
„Við sjáum að laxeldið er í hröðum vexti á Íslandi, og það er mjög spennandi. Baader er augljóslega í forystu í laxavinnslunni, sérstaklega hvað varðar slægingu,” segir Jón Valur Valsson.
-
News
Í fyrsta sinn á IceFish
„Við getum húðflett nánast allt, og afköstin okkar eru jafnfætis þeim stóru,” segir Laurenz Seesing hjá STEEN, þegar hann greindi frá því að fyrirtækið framleiðir yfirgripsmikið úrval af búnaði.
-
News
Fylgst með vexti fiskeldis á Íslandi
„Ísland er mikilvægt fyrir okkur í veiðarfærum, en við sjáum fiskeldisgeirann þar vaxa. Þetta er orðið að markaði fyrir okkur og við lítum á þetta sem geira sem á eftir að halda áfram að vaxa,” sagði Bogi Nón hjá Vónin.
-
News
Aðlögun að breyttum tímum
Marel hefur lagt mikið upp úr að ná til viðskiptavina sinna og hitta þá augliti til auglitis á ShowHow sýningunum í Kaupmannahöfn, þar sem bæði hvítfisksýningar og laxeldissýningar hafa verið haldnar árlega.
-
News
Ný viðmið sett í Dalvík
Að baki 900 fermetra fiskvinnsluhúsi Samherja liggur fjögurra ára þróunar- og byggingarvinna. Það var Samherjatogarinn Björg EA-7 sem landaði fyrsta aflanum þar.Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, sagði starfsemina hafa farið vel af stað þótt starfsfólkið þurfi tíma til að kynnast nýju tækninni.„Þetta gekk betur en við þorðum að vona,” ...
-
News
Færeyskir toghlerar slá í gegn
Trollhlerar fyrirtækisins hafa notið vaxandi vinsælda í íslenska flotanum, að því er Jans Jákup í Liðinni, framkvæmdastjóri Rock, segir. Ísland er næsti útflutningsmarkaður fyrirtækisins því allir hlerar þess eru framleiddir í verksmiðjum Rocks á Færeyjum.„Á Íslandi hafa nokkrir viðskiptavinir okkar til margra ára keypt hlera og fyrir okkur er ...