GESTIR

carousel2

HVERS VEGNA AÐ KOMA Í HEIMSÓKN?

Frá því að Íslensku sjávarútvegssýningunni var hleypt af stokkunum árið 1984 hefur hún orðið einn helsti viðburður af sínu tagi tengdum sjávarútvegi heimsins. Sýningin er einungis haldin á þriggja ára fresti og seinasta sýning, árið 2017, fyllti 13 þúsund fermetra sýningarsvæði innanhúss og utan. Nær 500 fyrirtæki sýndu helstu nýjungar sínar í veiðum og framleiðslu sjávarafla; hönnun og smíði skipa, staðsetningu fisksins og veiði, vinnslu og pökkun, markaðssetningu og dreifingu fullunnins hráfefnis. Sýningin 2017 var sú tólfta í röðinni og fjöldi gesta jókst upp í 13.621 manns.

Íslenska sjávarútvegssýningin 2022 verður langtum meira en aðeins sýning og ráðstefna; námsstyrkir sýningarinnar verða veittir í áttunda skipti, skipulagning innanbúðarfunda og heimsókna í vinnslustöðvar er langt komin.

Það er skyldumæting á Íslensku sjávarútvegssýninguna fyrir hvern þann sem vill fylgjast með því nýjasta og áhugaverðasta sem er á gerast varðandi tækni og þróun í sjávarútvegi.