REYKJAVIK/ISLAND

Ísland er engu líkt. Hvar annars staðar er að finna 15 virk eldfjöll, 10.000 fossa, 800 hveri, 11.500 ferkílómetra af jöklum, milljónir lunda, goshveri, norðurljós og miðnætursól? Ísland er ekki eins afskekkt og margir halda. Reykjavík er nyrsta höfuðborg Evrópu og nær því mitt á milli New York og helstu borga Vestur-Evrópu.

Ísland er næststærsta eyja Evrópu og rúmlega helmingur íbúanna býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ísland er landfræðilega álfu vorrar yngsta land og það síðasta sem numið var af mönnum. Bæði íbúar þess og gestir heillast af andstæðum náttúrunnar og ógnarjafnvægi elda og íss. Í hugum margra útlendinga er Ísland sjálft ævintýralandið.

Reykjavik
Reykjavík er nyrsta höfuðborg heims og þar er mikið framboð af spennandi afþreyingu og forvitnilegum stöðum af öllu tagi. Reykjavík er hrein, ómenguð og fjörleg, einmitt rétti staaðurinn fyrir afslappandi en þó hressandi frí. Þar er að finna úrvals veitingastaði, fyrsta flokks matreiðslu, einstaka menningu, fjörugt næturlíf og spennandi dægrastyttingu innan seilingar því Reykjavíkursvæðið er gnægtabrunnur með sína 200.000 íbúa eða 60% þjóðarinnar. Gistimöguleikar eru margir og fjölbreyttir, allt frá litlum gistiheimilum til gæðahótela. Þar má líka finna fjölmörg veitingahús og/eða kaffihús og næturlífið er ávallt fjörugt, ekki síst um helgar.

Kópavogur
Kópavogsbær hefur verið gestgjafi Íslensku sjávarútvegssýningarinnar seinustu árin, enda rúmgott sýningarrými í Smáranum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem gestir vilja keyra sjálfir eða nýta sér skutl-þjónustu sýningarinnar. Á staðnum má finna veitingastaði, fundarherbergi og nóg af bílastæðum.

Heimilisfang: Íslenska sjávarútvegssýningin 2024, Smáranum/Fífunni, Dalsmára 5. 201 Kópavogi.