„Ísland er mikilvægt fyrir okkur í veiðarfærum, en við sjáum fiskeldisgeirann þar vaxa. Þetta er orðið að markaði fyrir okkur og við lítum á þetta sem geira sem á eftir að halda áfram að vaxa,” sagði Bogi Nón hjá Vónin.

„Þetta er því ein af ástæðunum fyrir því að við mætum á IceFish á næsta ári. Þar fáum við að hitta bæði þá sem við höfum verið að framleiða fyrir og mögulega nýja viðskiptavini bæði í hefðbundnum útvegi og í vaxandi eldisgeiranum.”

Vónin hefur verið til staðar í gegnum þróun fiskeldis í Færeyjum, þar sem laxeldi er öflugur atvinnureikandi, og hefur gegnt forystuhlutverki í þróun tæknilegra þátta við að halda laxi í kvíum við afar erfiðar aðstæður.

„Þetta er Norður-Atlantshafið og við þekkjum vel vetrarveður og kulda og sjávaraðstæður hér eru mjög líkar því sem íslensk eldisfyrirtæki þurfa að takast á við.”

Vörurnar frá Vónin hafa þegar borist víðar en á heimamarkaðinn því fyrirtækið framleiðir fyrir eldisfyrirtæki í Skotlandi og Noregi, auk Íslands.

„Við höfum þróað mjög sterkbyggðan kvíabúnað og erum í samstarfi við Crosby að framleiðslu búnaðarins – tengiplötur, festingar, stálhringi, akkeri og fleira, og allt er þetta í toppgæðum vegna þess að ekki má taka neina áhættu með fiskmagnið í þessum kvíum,” segir hann.

Lykilþáttur í þjónustunni hjá Vónin er matsferlið sem er upphafið að hverri nýrri uppsetningu, með tölvulíkönum sem nota gögn um ölduhæð, strauma, dýpi og veður til að reikna út hagkvæmustu möguleikana fyrir hvern stað.

„Þetta er lykilþáttur í því hvernig við nálgumst þetta og við búum alltaf til líkan áður en við sendum tillögu til viðskiptavinar. Allur búnaðurinn er framleiddur í Evrópu og við störfum samkvæmt ströngum norskum stöðlum. Við gætum þess að auðvelt sé að tengja og setja upp eldisbúnaðinn og við höfum einnig í auknum mæli verið að nota Dyneema net í eldiskvíum okkar. Nælon hefur lengi verið notað, en þótt Dyneema sé dýrara þá hefur það einnig marga kosti. Það er léttara, þannig að hægt er að nota grennra garn sem þarf minna af gróðurhamlandi efnum, auk þess sem þessar kvíar aflagast minna vegna þess að betra flæði er í gegnum þær – sem er einnig betra fyrir velferð laxins,” sagði hann.

„Við höfðum ætlað okkur að mæta á IceFish í ár, en við skiljum fullkomlega ástæður þess að henni var frestað. Við verðum því á IceFish 2021 til að hitta bæði núverandi viðskiptavini okkar og einhverja nýja.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Vonin.Cages