SÝNENDUR

Veigamiklar ástæður fyrir að sýna

Sjávarútvegur og tengdar greinar eru grunnstoðir íslensks efnahagslífs og skapa yfir þriðjung af útflutningsverðmæti héðan. Árið 2022 var metár þar sem aflamagn jókst um 23% frá fyrra ári og var alls um 1,4 milljón tonna, og aflaverðmæti við fyrstu sölu jókst um rúmlega 20% frá fyrra ári. Áætlað útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2022 nam tæplega 350 milljörðum króna.

Árið 2022 var llíka metár í útflutningi á eldisafurðum, en þá voru fluttar út eldisafurðir fyrir um 49 milljarða króna, sem er um 39% aukning frá fyrra ári á föstu gengi. Laxeldi er í örum vexti hér á landi og er gert ráð fyrir að framleiðsla landsins geti þrefaldast frá 2021 í 100.000 tonn.

Skipstjórar og eigendur 1.561 skráðs skips nútímavæða flota sína stöðugt og flest fyrirtæki hafa verið að sýna methagnað árið 2022. Vinnsla og virðisauki færist í auknum mæli aftur til Íslands.

Íslenskir brautryðjendur í nýtingu sjávarafurða drógu með starfi sínu úr urðun úrgangs í sjávarútvegi og var hún aðeins 2% árið 2022. Um þetta var m.a. annars fjallað með ítarlegum hætti á Fishwaste for Profit-ráðstefnunni á seinustu IceFish-sýningu.

Þegar allt er tekið saman í þessum efnum kemur skýrt fram hvaða lykilhlutverki Íslenska sjávarútvegssýningin gegnir sem vettvangur fyrir sýnendur og kaupendur til að hittast og yfirfara þau tækifæri og áskoranir sem felast í viðskiptum innan greinarinnar.

Sýningin spannar allar hliðar atvinnuveiða, fiskvinnslu, fiskeldis og sjávarréttaframleiðslu, frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar fullunnar vöru.

Á sýningunni 2024 verður aftur sérstakt rými helgað vinnslu, sjávarréttum, fiskeldi og fullnýtingu og virðisauka sjávarafurða, sem mun gera gestum kleift að kynnast þeirri miklu framþróun sem orðið hefur og vænta má í þeim greinum. Bæði alþjóðlegir og innlendir kaupendur og sýnendur fá þar einstakt tækifæri til að koma á traustum viðskiptatengslum og öðlast hlutdeild í frjósömum og öflugum markaði.

Það eru gild rök fyrir skyldumætingu á IceFish á þriggja ára fresti:

  • Vegna kóvíd-takmarka varð fimm ára hlé á milli tveggja seinustu sýninga en á sýningunni 2022 mátti njóta þess hvað tæplega 400 fyrirtæki og vörumerki frá á þriðja tug landa höfðu upp á bjóða á þremur dögum.
  • Gestir voru tæplega 10 þúsund talsins og komu frá 41 landi.
  • 33% af útflutningstekjum Íslendinga eiga rætur að rekja til fiskveiða eða greina tengdra sjávarútvegi.
  • Yfir þriðjungur af útflutningsverðmætum Íslands tengjast sjávarútvegi.
  • Með samræmingu kynningarmiðla IceFish og sjávarútvegsmiðilsins World fishing & aquaculture náðu sýnendur til tæplega 27 þúsund manns.
  • Umfangsmikil kynning á markaðs- og samfélagsmiðlum tryggir að allir þeir sem skipta máli í sjávarútvegi mæti á sýninguna.
  • Heimsóknir erlendra sendinefnda eru samræmdar af hálfu skipuleggjenda og lykilaðila á borð við Rannís og Enterprise Europe Network á Íslandi, sem er aðili að stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum.
  • Íslenska sjávarútvegssýningin er stærsti einstaki viðskiptaviðburður á sínu sviði á Íslandi og nýtur fulls stuðnings og velvildar allra helstu opinberu stofnana sem greininni tengjast, þar á meðal ráðuneyta og samtaka í sjávarútvegi.

Smelltu hér til að bóka sýningarrými á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2024.

Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022

IF-Geographical Reach contients-2022

IceFish 2022 International Reach

IF-Industry reach-2022