Afhverju að sýna?
Með sanni má segja að Ísland fór ekki varhluta af efnahagslægðinni og margir hafa spurt hvað landið hafi að bjóða þeim fyrirtækjum sem hafa áhuga á að sýna. Svarið er einfalt: Ísland hefur mjög margt að bjóða! Sjávarafurðir eru sannarlega í brennidepli að nýju - aflaverðmæti íslenskra útgerða var 145 milljarðar króna í fyrra, sem er 13,4% meira en árið 2018!
Skipstjórar og eigendur 1.628 skráðra íslenskra fiskiskipa nútímavæða þau með stöðugum hætti. Búið var að panta eða afhenda sextán ný fiskveiðiskip frá og með Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017 og sú endurnýjun heldur áfram árið 2022. Fiskvinnsla og virðisauki færist í auknum mæli á heimaslóðir fyrir þau 1.048 þúsund tonn sem var heildarafli íslenskra skipa í fyrra. Þetta færir sýnendum fullkominn vettvang til að hittast og ræða það sem hæst ber í greininni.
Íslenski skipaflotinn býr yfir bestu tækni sem hægt er að finna á sviði fiskveiða. Skipstjórar og útgerðarmenn uppfæra og nútímavæða flota sinn hratt og örugglega og Íslenska sjávarútvegssýningin býður sýnendum upp á frábært tækifæri til hittast og ræða það sem hæst ber í greininni.
Íslenska sjávarútvegssýningin spannar allar hliðar sjávarútvegsins; frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar fullunnrar vöru.
Á sýningunni 2022 verður sérstakt svæði helgað fiskvinnslu, sjávarréttum, fiskeldi, markaðssetningu á hliðarafurðum og virðisauka, til að beina sjónum enn betur að þessum greinum og bæta upplifun gesta.
Ef þú hyggst efla hlut þinn í þeim fjölbreyttu greinum sem standa að íslenskum sjávarútvegi, má nefna fleiri gullnar ástæður fyrir því að það er skyldumæting á Íslensku sjávarútvegssýninguna í hvert skipti sem hún er haldin:
- Íslenska sjávarútvegssýningin (IceFish) nær yfir öll svið atvinnuveiða, allt frá hönnun og smíði skipa, veiði og fiskleit, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru. Þetta er sýning sem enginn sem tengist atvinnuveiðum má missa af, enda margir nýir sýnendur, ótal nýjar vörur og tækninýjungar, ráðstefnur, verðlaun og viðburður sem helgaður er tengslamyndun.
- Íslenska sjávarútvegssýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur verið haldin á þriggja ára fresti síðan ár.
- Ástæðan fyrir því að Icefish er þríæringur eru óskir sýnenda því það tryggir að sýnendur geti alltaf sýnt nýjar vörur og gestirnir séu opnir fyrir því að kaupa það sem hugurinn girnist á sýningunni.
- Á seinustu sýningu sýndu hvorki meira né minna en 500 fyrirtæki frá 52 löndum, og árið 2017 jókst fjöldi erlendra sýnenda um 41%
- Alls komu 13.621 gestir frá 52 löndum.
- 41% af útflutningstekjum Íslendinga eiga rætur að rekja til fiskveiða eða greina tengdra sjávarútvegi.
- 1.628 fiskiskip landa samtals hátt í 1.258 þúsund tonnum (2018) af sjávarafla.
- Víðtæk markaðsherferð á Íslandi tryggir mikla aðsókn frá greinum sjávarútvegsins.
- Heimsóknir erlendra gesta verða samræmdar af hálfu skipuleggjenda og lykilstofna í sjávarútvegi á Íslandi.
- Íslenska sjávarútvegssýningin er stærsti viðburður sinnar tegundar á Íslandi og nýtur fulls stuðnings allra helstu aðila í greininni.
Smelltu hér til að bóka sýningarrými á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022.