Sigurður Óli Þorleifsson hefur verið ráðinn frá Ísfelli, fyrirtæki sem hefur undanfarinn fimm ár séð um dreifingu á vörum frá Mustad Autoline á Íslandi. Sigurður kemur með mikla reynslu og trausta þekkingu bæði á markaðnum og á vörulínunni frá Mustad Autoline.

Nýja fyrirtækið hefur strax haft nóg að gera. Á Íslandi hefur handbeitning verið á undanhaldi þar sem smábátar hafa í vaxandi mæli tekið að nýta sér beitningarvélar.

„Svipuð þróun hefur átt sér þar stað með aukinni sjálfvirkni smábátaflotans, og mikils áhuga hefur einnig orðið vart frá sjómönnum í Ilulissat og Nuuk á vestanverðu Grænlandi,“ segir Sigurður.

Fyrsta heildarkerfið frá nýja fyrirtækinu verður afhent grænlenska sjómanninum Jens Abbelsen, sem hefur fest kaup á Handymag langlínubúnaðinum.

„Þetta er fullkomið fyrir báta sem eru með takmarkað pláss á dekki, af því að notast er við eins metra langar vélasamstæður í staðinn fyrir stærri vélarnar sem stóru línubátarnir nota. Hann ætti að geta afkastað 8000 til 12000 krókum á dag. Þetta er bæði fyrir þorsk og grálúðu, og þetta kerfi virkar eins og í draumi á báðar tegundir.“

Eftir að eigendaskipti urðu var Sigurður Óli Þorleifsson fljótur að bóka bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021, þar sem fyrirtækið hefur verið með viðveru árum saman, en þar til nú alltaf á vegum innlends umboðsaðila.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við kynnum okkur undir merki Mustad Autoline,“ segir hann.

„Fyrir okkur skiptir þessi sýning máli vegna þess að hún gefur okkur tækifæri til að hitta ánægða viðskiptavini og fá viðbrögð frá þeim – og það hjálpar okkur til að gera betur. Auk þess sem það færir okkur vettvang til að kynna nýjungar.“

Hann tók fram að tækjalínan frá Mustad, sem hefur til þessa verið vökvaknúin, hefur verið endurhönnuð þannig að fyrirtækið getur nú einnig boðið upp á rafdrifna útgáfu af búnaðinum og rafknúin handfærarúlla verður brátt tilbúin til prófunar.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

MustadAutoline01.1131-2000px CMYK