NÁMSSTYRKIR

Stjórnendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar lögðu árið 2017 fram tvær milljónir króna til að stofna námssjóð fyrir nemendur sem stefna á nám í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og hafa nú lagt samtals sex milljónir króna í sjóðinn sem til þessa hefur styrkt átta nemendur.

Í Fisktækniskóla Íslands er boðið upp á eins árs sérhæfðar námsbrautir í gæðastjórnun, fiskirækt og vinnslutækni þar sem nemendum býðst að útskrifast sem Marel-vinnslutæknar. Fisktækniskóli Íslands var stofnaður í Grindavík árið 2010 í þeim tilgangi að uppfylla kröfur sjávarútvegsfyrirtækja í veiðum, vinnslu og fiskeldi til starfsfólks með viðeigandi þjálfun. Í skólanum er boðið upp á grunnkennslu fyrir væntanlega sjómenn og veitt er margvísleg þjálfun í því skyni að efla hæfni væntanlegra sjómanna, auk þess sem boðið er upp á kennslu og þjálfun í fiskeldi og fiskvinnslu. Einnig er í boði netagerð “veiðitækni” í samstarfi við Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum í Reykjanesbæ. Í fyrstu var aðeins boðið upp á tveggja ára grunnnám i Fisktækni en síðan hefur verið byggt ofan á þau með sérhæfðari námsleiðum. IceFish-námssjóðnum er einkum ætlað að styrkja fólk til þannig framhaldsnáms.

Fylltu út þetta einfalda neðangreinda umsóknareyðublað til þess að eiga möguleika á námsstyrk.

Umsóknirnar verða lagðar fyrir ráðgjafahóp skipaðan fulltrúum frá Fisktækniskóla Íslands, Marel, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssambandi smábátaeigenda ásamt fulltrúa frá Íslensku sjávarútvegssýningunni. Umsóknir eru metnar með tilliti til þeirra þátta sem fram koma í meðfylgjandi leiðbeiningum.

Umsóknareyðublað á netinu er að finna hér

Leiðbeiningar og upplýsingar vegna umsókna um námsstyrk

Lokafrestur til að skila umsóknum er 15. janúar 2023.

21686-1162 ad image (1)

Fyrirtæki og fyrri sýnendur sem ekki hafa þegar bókað sér sýningarbás fyrir Icefish 2024 ættu að hafa samband við Ómar Már Jónsson, annað hvort í netfang omar@icefish.is eða síma 893 8164 eða við Marianne Rasmussen-Coulling, í netfang eða síma: icefish@icefish.is | +44 1329 825335.