VERÐLAUN

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í sjötta sinn á opnunarkvöldi Sjávarútvegssýningarinnar.

Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar voru sett á stofn til að heiðra afburði í atvinnuveiðum og þá framúrskarandi einstaklinga og nýsköpunarfyrirtæki sem mynda þennan kraftmikla og öfluga geira iðnaðarins.

Verðlaununum var fyrst hrint af stokkunum árið 1999 og hefur vegur þeirra og virðing vaxið stöðugt síðan þá. Verðlaunin eru ákaflega eftirsótt og litið á þau réttilega sem mikinn álitsauka fyrir verðlaunahafa. Þau hafa margsannað gagnsemi sína við að kynna fyrirtækin og framleiðslu þeirra á alþjóðavettvangi.

Verðlaunaafhendingin fer fram strax að loknum fyrst degi sýningarinnar – miðvikudaginn 8 júní 2022.

Verðlaunin verða afhent á glæsilegri samkomu þar sem boðið er upp á léttar veitingar, viðburður sem býður upp á ríkuleg tækifæri til að styrkja tengslanetið.

Verðlaunaafhendingin hefur öðlast sterk tengsl við vettvang þeirra, hið fallega listasafn Kópavogs, Gerðasafn, sem er aðeins í fimm mínútna fjarlægð frá sjálfri sýningunni.

VERÐLAUNAHAFAR 2017

VERÐLAUNAFLOKKARNIR 2022 ERU:

Sýningarverðlaun

Besta nýjung kynnt á sýningunni

Besta sýningarrými að 50m²

Besta sýningarrými yfi r 50m²

Besta sýningarrými þjóða, svæða eða hópa

Íslensku verðlaunin

Framúrskarandi skipstjóri

Framúrskarandi árangur íslensks fyrirtækis

Birgjar/Vinnsluverðlaun, alþjóðleg og íslensk

Framúrskarandi evrópskt fyrirtæki í vinnslu

Skilvirkni í veiðum og fiskeldi, stórfyrirtæki með yfir 50 starfsmenn

Skilvirkni í veiðum og fiskeldi, fyrirtæki með undir 50 starfsmönnum

Aukin verðmætasköpun í vinnslu, stórfyrirtæki með yfir 50 starfsmenn

Aukin verðmætasköpun í vinnslu, stórfyrirtæki með undir 50 starfsmönnum

Nýsköpunarverðlaun fyrir hliðarafurð

Besti alhliða birgirinn

HAFA SAMBAND VIÐ TEYMIÐ

Enn eru í boði nokkur hinna eftirsóttu tækifæra til kostunar sem gefa sýnendum úrvals möguleika á að kynna merki sitt, bæði fyrir sýninguna og þetta kvöld. Ef þú hefur áhuga á að skrá fyrirtæki þitt þar, skaltu annað hvort biðja um skráningareyðublað á vefsetri okkar eða hafa samband við Diane Lillo eða Marianne Rasmussen-Coulling til þess að afla þér nánari upplýsinga um þá kostunarpakka sem í boði eru.