GESTIR

carousel2

Íslenska sjávarútvegssýningin og Íslensku sjávarútvegsverðlaunin snúa aftur í Smárann í Kópavogi með glæsibrag dagana 18. til 20. september 2024.

Frá því að IceFish hóf göngu sína árið 1984 hefur hún orðið leiðandi viðburður á sínu sviði, og allir sem þurfa að fylgjast með því nýjasta og besta í tækni og þróun hafa ómældan hag af því að mæta. Hún er almennt haldin á þriggja ára fresti. Þannig fá fyrirtæki tækifæri til að sýna alltaf það nýjasta í tækni, vörum og þjónustu og gestir geta stólað á að sýningin bjóði upp á það sem hæst ber í sjávarútvegi hverju sinni, bæði hérlendis og erlendis.

Sýningin 2022 var sú þrettánda í röðinni og var fyrsta alþjóðlega sýningin sem haldin var á Íslandi eftir heimsfaraldurinn. Á þeim tíma sættu fjölmörg lönd enn takmörkunum á ferðalögum vegna kóvíd, en samt sem áður mættu tæplega 10 þúsund gestir í Smárann frá Íslandi og fjörutíu öðrum löndum. 

Íslenska sjávarútvegssýningin er miklu meira en bara sýning því að þar er líka Fish Waste for Profit-ráðstefnan haldin, nú í fimmta skipti, og Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í níunda skipti til að heiðra afburðafyrirtæki í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, fiskeldi og framleiðslu sjávarrétta. Þá má ekki gleyma fyrirtækjastefnumótunum vinsælu. 

Verið er að samræma margvísleg innanbúðarverkefni í samstarfi við fyrirtækin sem sýna á IceFish og mörg sendiráð halda móttöku meðan á sýningunni stendur.

IceFish-sýningin spannar öll svið sjávarútvegs, hvort sem er í veiðum, fiskvinnslu eða fiskeldi, og þeir hlutar hennar sem snúa að nýsköpun og auka- og hliðarafurðum sjávarfangs verða stöðugt meira áberandi. 

Ef þú vilt sýna, styrkja eða heimsækja hafðu vinsamlegast samband við okkur í síma (0044) 1329 825 335 eða sendu okkur tölvupóst á info@icefish.is eða skilaðu inn þessu skráningarblaði.

Sundurliðun gesta á Icefish 2022 er sýnd hér fyrir neðan -