MEÐMÆLI


Sæplast hefur sýnt á Íslenskusjávarútvegssýningunni frá upphafi 1984, sama ár og fyrirtækið var stofnað, envið metum hana vera mikilvægustu sýninguna sem við sækjum. Sýningin ereinstakur vettvangur, bæði til þess að viðhalda núverandi viðskiptatengslum ogmynda ný.

Daniel Niddam
Sölu- og Markaðsstjóri
Sæplast Europe

Saeplast-logo


Hampiðjan hefur tekið þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni síðan 1984 og lítur á hana sem þá allra mikilvægustu. Hún er alltaf vel skipulögð og vel sótt af bæði nýjum gestum og gömlum viðskiptavinum. Við hlökkum til næstu sýningar og að hitta bæði nýja og gamla viðskiptavini. Sjáumst heil!

Haraldur Árnason
Sölu- og Markaðsstjóri
Hampiðjan Iceland

Hampidjan


Við höfum verið stolt af því að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni árum saman. Sýningin er og verður áfram mikilvægur viðburður fyrir okkur og hún gerir okkur kleift að stíga inn á íslenska markaðinn á skilvirkan hátt með veiðafærum og búnaði fyrir fiskeldi. Sýningin skapar frábæran vettvang til að tengjast lykilaðilum í greininni, skipast á hugmyndum og sýna okkur helstu nýjungar. Öll samskipti á sýningunni eru ævinlega af bestu gerð og fjölmörg frábær viðskiptatækifæri í boði, sem leggst á eitt um að gera sýninguna ómissandi hluta af viðskiptastefnumótun okkar á hverju ári. Við hlökkum til að sýna aftur á næstu sýningum.

Bogi Nón
Markaðsstjóri
Vónin

Vónin


Árið 2011 var Dunlop í fyrsta sinn með sýningarbás á Íslensku sjávarútvegssýningunni og það var okkur mikil ánægja að kynna mögulegum samstarfsaðilum og viðskiptavinum nýja línu sjóstígvéla. Sýningin er mikilvægur staður fyrir ný viðskiptatækifæri.

Jotte Niessen
Viðskiptastjóri
Dunlop Protective Footwear

Dunlop Protective Footwear


Íslenska sjávarútvegssýningin hefur allt fráupphafi 1984 verið mikilvægur vettvangur fyrir bæði Marel og íslenskansjávarútveg í heild sinni. Íslenska sjávarútvegssýningin færir okkur einstakttækifæri til að kynna vörur okkar fyrir þeim viðskiptavinum sem næstir eruupphafsreit okkar og höfuðstöðvunum á Íslandi.

Sigurður Ólason
Framkvæmdastjóri
Marel

Marel


Íslenska sjávarútvegssýningin er góður kostur fyrir ný fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi á borð við Volta til þess að hitta mögulega viðskiptavini. Sýningin reyndist okkur mjög gagnleg fyrir næstu skref í bæði markaðssetningu og sölu.

Jessie van Dort
Svæðissölustjóri
Volta Belting Europe

Volta


Við viljum þakka sýningarstjórninni fyrir vel unnin störf og frábæra sýningu. Akvaservis naut mjög góðs af sýningunni hvað varðar tengsl við aðra sýnendur, nýja tengiliði og ný viðskiptatækifæri. Þátttakan var vissulega ómaksins virði og við hlökkum til þess að mæta að nýju árið 2014!

Viktor Zincenko
Framkvæmdastjóri
Akvaservis Ltd.

akvaservis.lt


Marine Stewardship Council (www.msc.org) var það mikið ánægjuefni að taka þátt í ICEFISH 2011. Þá þrjá daga sem sýningin stóð yfir kynntumst við fjölda framleiðenda, frjálsum félagasamtökum, íslenskum ráðgjafafyrirtækjum og vísindamönnum víða að úr heiminum. VIP-sendinefndin frá Mexíkó kom einnig í heimsókn en í henni voru margir lykilmenn í mexíkóskum sjávarútvegi. Við eflum tengsl MSC og íslensks sjávarútvegs í hvert sinn sem við heimsækjum Ísland. Það er okkur tilhlökkunarefni að fylgja eftir þessari jákvæðu reynslu af ICEFISH 2011.

Gísli Gíslason
Þróunarstjóri og Ráðgjafi
Marine Stewardship Council á Íslandi

Marine Stewardship Council - MSC