„Við sjáum að laxeldið er í hröðum vexti á Íslandi, og það er mjög spennandi. Baader er augljóslega í forystu í laxavinnslunni, sérstaklega hvað varðar slægingu,” segir Jón Valur Valsson.

„Til þessa hefur greinin notað Baader 142 slægingarvélina fyrir lax, og við erum að kynna nýju 144 vélina, sem er miklu þróaðri hvað varðar gæði og afköst.”

Baader 144 tekur til dæmis myndir af hverjum laxi sem fer í gegnum vélina og það er partur af víðtæku stafrænu rekjanleikaferli.

„Ef þú færð laxasendingu og vafi leikur á um gæðin, þá getur framleiðandinn náð í myndir af hverjum einasta fiski í kassanum til að athuga hvort slægingin hafi staðist kröfur staðals, og notar til þess kassanúmerið,” segir hann.

Það finnst varla sú fiskvinnsla á Íslandi sem ekki er með Baader-tæki í vinnslulínu sinni, og fyrirtækið þjónustar búnaðinn ásamt því að hafa verið kallað til starfa erlendis til þess að huga að fiskvinnsluvélum á Grænlandi og í Bandaríkjunum.

„Við erum með toppmenn hér, og fáum oft óskir um að lána eitthvað af starfsfólkinu okkar,” segir hann.

Auk vöruúrvals móðurfyrirtækisins framleiðir Baader Ísland einnig sína eigin línu af sérhæfðum tækjabúnaði, þar á meðal roðflettivélar fyrir lax, og hausunarvélar sem hafa bæði verið settar á markað á Íslandi og til útflutnings.

„Við höfum útvegað nærri 300 slíkar og meirihlutinn hefur farið til Noregs. Þær eru einnig í notkun í Kanada og Bandaríkjunum, auk þess sem nokkrar eru í Evrópu og um borð í verksmiðjuskipum,” segir Jón Valur Valsson.

Baader Ísland hefur reglulega tekið þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni árum saman, og sýningin árið 2021 verður engin undantekning frá því, enda er litið á hana sem lykilatburð í dagatali fyrirtækisins.

„Þetta er mjög góð sýning og við fáum að hitta marga viðskiptavini okkar þar. Þetta er viðburður sem tengir mikið af fólki saman og verður þannig staður þar sem skipst er á hugmyndum,” segir hann. “Við lærum alltaf mikið á þessum sýningum um stefnuna og þarfir greinarinnar. Þrátt fyrir internetið og hröð samskipti þá er enn mikilvægt að vera með stað þar sem við hittumst. Þessi sýning er alltaf þess virði og hún er með sterk tengsl við greinina.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Baader1.2015-05-06 15.29.34-1