Að baki 900 fermetra fiskvinnsluhúsi Samherja liggur fjögurra ára þróunar- og byggingarvinna. Það var Samherjatogarinn Björg EA-7 sem landaði fyrsta aflanum þar.

Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, sagði starfsemina hafa farið vel af stað þótt starfsfólkið þurfi tíma til að kynnast nýju tækninni.

„Þetta gekk betur en við þorðum að vona,” sagði hann eftir fyrsta daginn. „Það er áskorun að hefja störf með þessari nýju tækni. Það tekur tíma að þjálfa upp starfsfólk sem er að læra á þessa nýju tækni og við erum bjartsýn á að þetta muni ganga vel.”

Fullyrða má að nýja verksmiðjan er í allra fremstu röð hvað tækni varðar. Fjöldi leiðandi fyrirtækja tók þátt í að þróa kerfin sem gera það að verkum að sjálfvirknin í þessari verksmiðju er á háu stigi. Í byrjun vinnslulínunnar eru notaðar hausunarvélar frá Baader Ísland og flökunarvélar frá Vélfagi, ásamt skömmtunarkerfum frá Völku.

Ágúst Sigurðsson frá Völku segir að kerfin frá þeim séu áberandi í nýju verksmiðjunni. Þau taka við þar sem flökin koma frá flökunarvélunum og flytja þau áfram í gegnum flóknar og sveigjanlegar rásir með möguleika fyrir frosnar og ferskar vörur, þar á meðal fyrir vakúmpakkað.

„Kerfin okkar sjá um allt frá flökunarvélum til pökkunar og í lausfrystingu, þar á meðal hugbúnaðinn sem stýrir öllu framleiðsluferlinu,“ segir hann. „Við verðum á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021 til að sýna hvað kerfin okkar geta.“

Frystibúnaðurinn er frá Frost, en Samey útvegaði bæði stöflunarþjarka og karaþjarka. Þar til viðbótar hafa Skaginn 3X, Marel, Raftákn, Slippurinn og fleiri íslensk fyrirtæki átt sinn hlut í því að koma vinnslugetu verskmiðjunnar í Dalvík upp á nýtt stig.

Nú þegar er farið að líta á vinnsluhúsið sem sýningargrip fyrir nýjustu vinnslutækni, og framkvæmdastjórar hjá Völku og öðrum framleiðendum líta svo á að það gegni lykilhlutverki í markaðsvinnu þeirra. Búist er við að erlendir gestir nýti tækifærið til að skoða með eigin augum hvað íslensk tæknifyrirtæki eru fær um. „Vinnslukerfin í þessu húsi eru að stórum hluta ný,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, þegar starfsemi hófst í nýju verksmiðjunni.

„Þróun og fyrirkomulag margra þátta vinnslunnar eru líka hlaðin nýjungum. Í þessari verksmiðju erum við að gera nokkuð sem aldrei fyrr hefur verið gert, því við erum að taka sjálfvirknina lengra en þekkst hefur til þessa, og hún er hönnuð til þess að gera starfsskilyrðin auðveldari fyrir starfsfólkið. Á hönnunarferlinu stefndum við sérstaklega að því að útvega starfsfólkinu bestu mögulegu skilyrði, sem meðal annars felur í sér að hugað er að ljós- og hljóðvist. Við lítum á þetta sem tímamót í íslenskum sjávarútvegi og íslenskri tækni,“ sagði hann.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is