„Við getum húðflett nánast allt, og afköstin okkar eru jafnfætis þeim stóru,” segir Laurenz Seesing hjá STEEN, þegar hann greindi frá því að fyrirtækið framleiðir yfirgripsmikið úrval af búnaði.

„Þetta er allt frá litlum borð-roðflettivélum og fullkomnum borðvélum, til frístandandi flettivéla sem ráða við fisk með bæði þunnu roði og grófu roði eins og túnfisk og skötu, yfir í alsjálfvirkar og afkastamiklar roðflettivélar. Flökin eru sett á færibandið og koma út hinu megin roðlausar. Við framleiðum því búnað fyrir litlar fiskbúðir allt yfir í stór vinnsluhús.”

Vöruúrvalið takmarkast ekki af þessu, því STEEN framleiðir einnig sérhæfðar vélar fyrir álavinnslu sem einkum hafa verið seldar til viðskiptavina í Hollandi, en eftir að þær voru seldar til Kanada hefur orðið vart við áhuga frá mögulegum nýjum markaðssvæðum í Úkraínu, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Ítalíu.

Það er þessi nýju markaðssvæði sem urðu til þess að STEEN tekur í fyrsta sinn þátt í IceFish árið 2021.

Laurenz Seesing staðfestir að þó nokkrar vélar frá þeim séu nú þegar í notkun á Íslandi, en á Norðurlöndunum var STEEN aðallega með verkefni á tíunda áratugnum. Nú eru þau að líta í kringum sig í von um að útvíkka þann markað og komast inn á nýja.

„Búnaðurinn frá okkur endist í 20 til 25 ár þannig að tíminn hentar vel,” segir hann.

„Þetta snýst um að lesa í markaðinn og átta sig á því hvar áhuginn liggur – og oft er það ekki þar sem við má búast. Í Kína áttum við von á fyrirspurnum um meðferð á tilapiu og laxi, en reyndin var sú að við vorum mest spurð um roðflettingu smokkfisks. Við tökum eftir því að það er á staðbundnum sýningum fyrir heimafólk sem við fáum fyrirspurnir sem alvara er á bak við og við myndum annars ekki fá. Auðvitað vinnum við heimavinnuna okkar áður en við komum til Íslands, en það er mikilvægt að vera á staðnum og kynnast markaðnum af eigin raun,” segir hann.

„Við verðum að koma með viðskiptin til viðskiptavinanna.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Steen1