„Við sérhæfum okkur í sérhönnuðum búnaði fyrir fiskvinnslu, bæði fyrir skip, vinnslustöðvar og fiskeldisfyrirtæki sem ala lax og silung. Þetta árið höfum við haft nóg að gera við nýja vinnsluhúsið á Dalvík sem Samherji tók nýlega í notkun, við að setja upp færibönd og annan búnað. Það er mikið af tækjum frá okkur þar,“ segir Kristján Karl Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri.

Tækin eru framleidd í Litháen, en Lavango framleiðir einnig búnað sem undirverktaki fyrir önnur tæknifyrirtæki, þar á meðal nýsköpunarfyrirtækið Samey sem þróar sjálfvirknibúnað.

„Við framleiðum mikið af færiböndunum þeirra og aðstoðum við uppsetningu, en þau sjá um hönnun, raftækni, sjálfvirknilausnir og forritun. Þetta er samvinna sem hefur staðið síðan 2017,“ segir hann.

„Við framleiðum einnig mikið af færiböndum, tönkum og öðrum búnaði fyrir laxeldið sem er í örum vexti, auk þess sem Lavango er umboðsaðili ýmissa fyrirtækja á íslenskum markaði, þar á meðal fyrir Ultra Aqua UV sem nánast hver einasta laxeldisstöð notar til að hreinsa vatnið í tönkunum hjá sér.“

Fyrir utan Ultra Aqua vatnshreinsibúnað er Lavango einnig með umboð á íslenska markaðnum fyrir Philips ljósabúnað fyrir fiskeldi, Elpress hreinsibúnað frá Hollandi, Radwag vogir frá Póllandi, Semistaal frá Danmörku og Nock roðflettivélar frá Þýskalandi.

Árið 2021 tekur Lavango í þriðja sinn þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni, en fyrirtækið hefur verið með fulltrúa sinn þar frá stofnun árið 2014.

„Við tekum þátt í IceFish vegna þess að það er besta leiðin til að ná inn á íslenska markaðinn. Þetta er Mercedes Benz sýninganna. Þar hittum við núverandi viðskiptavini okkar, þar kynnumst við nýjum viðskiptavinum og hún er einnig mikilvæg fyrir viðskiptavini okkar handan hafsins því þeir koma til Íslands að skoða hvað er að gerast þar, þar á meðal nokkrir bandarískir viðskiptavinir sem kynntust okkur á IceFish.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

 

Lavango1