Fréttir – Page 11
-
News
Curio: Vélin löguð að fiskinum
„Síðasta ár var gott ár, og þetta hefur líka farið vel af stað. Það hefur mikið verið að gerast á síðustu árum, og allt virðist ætla að ganga upp á sama tíma,“ segir hann, og bætir því við að tafir sem orðið hafa á stækkun húsnæðisins í Hafnarfirði megi ...
-
News
Slippurinn gerir vinnsludekk fyrir Samherja
Skipasmíðastöðin hefur undirritað samning um hönnun, smíði og uppsetningu á vinnsludekki fyrir tvo ferskfisktogara. Samherji gerir út Björgúlf og dótturfélagið, Útgerðarfélag Akureyringa, gerir út systurskipið Kaldbak. Bæði skipin voru smíðuð í Tyrklandi árið 2017, rétt eins og Björg EA sem fékk vinnsludekk frá Slippnum við afhendingu.„Vinnsludekkið í Björgu EA ...
-
News
Þekkt sýning á alþjóðavísu
„Sjávarútvegssýningin IceFish hefur náð að festa sig í sessi, á sér djúpar rætur og er orðin þekkt á alþjóðavettvangi,“ segir hann. „Hana sækja ólíkir hópar, bæði gestir frá nágrannaríkjum Íslands, Noregi, Færeyjum og Grænlandi, ásamt fólki úr greininni heima fyrir. Þetta er sýning sem fyrirtækin leggja metnað í og ...
-
News
2020 Íslenska sjávarútvegssýningin
Íslenska sjávarútvegssýningin verður nú haldin í 13. sinn og hefur enginn önnur alþjóðleg sýning verið jafn lengi við lýði. Allt frá því hún var haldin í fyrsta sinn árið 1984 hefur sýningin verið með kynningar á því nýjasta í greininni, bæði hér á landi og erlendis. Kynntar hafa verið ...
-
News
Valka stefnir á byltingu í laxeldi
Nýja kerfið er fyrsta skref þessa íslenska hátæknifyrirtækis út fyrir hvítfiskvinnsluna og er sérstaklega hannað til þess að fjarlægja beingarð úr laxaflökum. Notuð er röntgentækni til að gera nákvæma myndgreiningu í þrívídd, sem gerir mögulegt að staðsetja beinin og vatnskurðarvélin getur síðan með hallastillingum skorið og skammtað bitana til ...
-
News
ValuePump frá Skaganum 3X eykur afköstin
Hugmyndin á bak við ValuePump er stór snigill sem myndar meginhluta kerfisins og gefur færi á að nýta margvíslegan búnað meðan fiskurinn færist frá inntaki snigilsins yfir í úttakið.„Það sem við erum með er dæla, sem að auki getur stytt blæðingartíma verulega meðan fiskarnir streyma í gegn,“ útskýrði Ingólfur ...
-
News
Ráðstefnan Fish Waste for Profit snýr aftur til Reykjavíkur 10. og 11. apríl 2019
Markmið Íslenska sjávarklasans er að auka verðmæti finna ný tækifæri með því að tengja saman frumkvöðla, fyrirtæki og þekkingu í sjávarútvegi. Hús sjávarklasans er nýsköpunarmiðstöð og frumkvöðlasetur fyrir fyrirtæki sem nýta hafið sem auðlind fyrir vörur sínar, þjónustu og hugmyndir. 70 fyrirtæki hafa nú aðstöðu í Húsi sjávarklasans.„Á heimsvísu ...
-
News
Þjónustustjóri Völku fyrir Noreg og Rússland
Valka er leiðandi fyrirtæki við framleiðslu á hátæknivinnslukerfum fyrir botnfisk og lax. Fyrirtækið nýtir sér sjálfvirkni til að ná fram mikilli nákvæmni í vinnslu með lágmörkun úrgangs og hámarksframleiðni. Árið 2011 kynnti fyrirtækið alsjálfvirka beina- og bitaskurðarlínu, þar sem notast var bæði við röntgentækni og þrýstivatnsþjarka til að skera ...
-
News
T90 trollpokarnir frá Hampiðjunni, sem felldir eru á DynIce kvikklínur, hafa reynst vel
„Okkar reynsla er sú að fiskurinn gengur mun hraðar aftur í trollpokann og lifir mun lengur í þessum poka en í öðrum gerðum og það hlýtur að skila sér í betra og ferskara hráefni.“Báðir skipstjórarnir á Berki hafa tekið þátt í þróun T90 trollpokanna sem felldir eru á DynIce ...
-
News
Fyrstu nýsmíðarnar væntanlegar í sumar
Togararnir tveir fyrir Síldarvinnsluna eiga að koma í staðinn fyrir hina tíu ára gömlu Vestmannaey og Bergey, sem báðar eru gerðar út af dótturfélaginu Bergur-Huginn. Þessi tvö skip hafa reynst vera sérlega góð veiðiskip í gegnum árin.Þessir sjö nýju togarar eru hver um sig 28,95 metra langir og 12 ...
-
News
Námsstyrkir 2019 veittir úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar
Í kjölfarið á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2014 gerðu forsvarsmenn sýningarinnar sér grein fyrir nauðsyn þess að fjárfesta í framtíð sjávarútvegarins á Íslandi og settu á stofn menntasjóð til að veita námsstyrki til efnilegra nema innan geirans. Fyrsti námsstyrkurinn var veittur árið 2017.Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, veitti námsstyrkinni við hátíðlega ...
-
News
IceFish styrkir tvo afbragðs nemendur
Við afhendingu styrkjanna tilkynnti Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, að ákveðið hefði verið að veita áframhaldandi námsstyrki úr sjóðnum næstu tvö árin hið minnsta, en næsta IceFish-sýning er haldin árið 2020.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: „Mér er það heiður að afhenda þessa veglegu styrki úr IceFish-námssjóðnum, enda skiptir miklu ...
-
News
Sæplast himinlifandi með IceFish 2017
„Íslenska sjávarútvegssýningin hefur verið æðisleg í alla staði. Andrúmsloftið er frábært, öll umgjörðin glæsileg og reynslan verið afskaplega jákvæð fyrir starfsmenn Sæplasts,” segir Heiðrún Villa Ingudóttir hjá Sæplasti.Fyrirtækið kynnti á sýningunni nýjung í matvælaframleiðslu og endurvinnsluiðnaðinum. Sæplast PE/PUR ker á hjólum henta vel við meðhöndlun á ferskum og þurrkuðum ...
-
News
Ný sýning, nýir viðskiptavinir, nýjar pantanir á IceFish – Intech skorar!
Leif Andersen, yfirmaður sjávarfangsdeildar Intech, og Arnt Inge Kvalsund, eigandi norska fjölskyldufyrirtækisins Nybonia Marine, undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á vinnslulínu fyrir uppsjávarskip Nybonia Marine, sem nú er verið að breyta til að það geti stundað þorskveiðar í Norðursjó.Leif og Arnt höfðu fyrst rætt málin í ...
-
News
Brimborg kynnir Fyrirtækjalausnir Brimborgar á Íslensku sjávarútvegssýningunni.
Brimborg er einnig er með umboð fyrir Volvo Penta bátavélar á Íslandi valdi Icefish – Íslensku sjávarútvegssýninguna til að kynna til sögunnar nýja deild, Fyrirtækjalausnir Brimborgar en ætlun hennar er að veita fyrirtækjum heildarlausnir í bílamálum. Vöruframboð hennar samanstendur af nýjum og notuðum bílum, rekstrarleigu, bílaleigu, langtímaleigu og sendibílaleigu ...
-
News
„Týndi hlekkurinn” verðlaunaður
Trond-Inge Kvernevik, framkvæmdastjóri Fiskevegn AS, kveðst hæstánægður með að vélin hafi hlotið þessa viðurkenningu á IceFish 2017. „Og ég verð að segja að IceFish er sérstaklega mikilvægt í því samhengi, í ljósi þess hvað er löng hefð fyrir línuveiðum á Íslandi.”VestTek hefur verið þrautreynt um borð í tveimur skipum ...
-
News
Námsstyrkir IceFish veittir tveimur framúrskarandi námsmönnum
Við athöfnina fengu þau Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir, sem er að sérhæfa sig í gæðastjórnun innan fiskiðnaðarins, og hins vegar Hallgrímur Jónsson, sem sérhæfir sig í Marel-vinnslutækni, styrki úr sjóðnum, 250 þúsund krónur hvort en fyrr á þessu ári var sömu upphæð veitt til þeirra. Jóhanna og Hallgrímur stunda bæði nám ...
-
News
Skaginn 3X, Búlandstindur og Fiskeldi Austfjarða undirrita samning um kaup á SUB-CHILLINGTM kerfi
Kerfið afkastar allt að 13 tonnum á klukkustund sem gerir fyrirtækjunum kleift að pakka öllum sínum laxi við -1°C, allt árið um kring.Betri gæði Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, segir að ekkert annað hafi komið til greina þegar kom að vali á kæliaðferð fyrir laxavinnslu fyrirtækjanna. „Við slátrum laxi fyrir ...
-
News
Egersund Ísland útvegar Laxar nýjan bát
Egersund Ísland er hluti af AKVA Group, sem er þekkt fyrir að útvega útgerðum heildarlausnir fyrir togara og einnig fiskeldisstöðvum víða um heiminn. Bátar fyrirtækisins eru sterkbyggðir og hafa reynst endingargóðir.Laxar sleppi fyrstu seiðunum í Reyðafirði í vor og stefnir á að fara upp 6 þúsund tonna eldi 2018. Nýji ...
-
News
Fullvinnsla fiskúrgangs á sér bjarta framtíð á Íslandi og víðar
Snorri Hreggviðsson, stofnandi og eigandi Margildis, ræddi um þróun hágæða lýsis og nefndi að hann hefði horn í síðu orðsins „úrgangur“ í þessu samhengi, ekki væri um úrgang að ræða þar sem hráefnið væri nýtt við framleiðslu ákaflega seljanlegrar vöru.Davíð Tómas Davíðsson, þróunarstjóri Codlands, minnti ráðstefnugesti á að iðnaðurinn ...