Íslenska sjávarútvegssýningin, eða IceFish, er elsta alþjóðlega sýning sinnar tegundar á Íslandi.

Hún fagnar 40 ára stórafmæli sínu í september nk. og hefur frá því að hún var sett á stofn þróast í að verða alhliða sýning sem spannar allar hliðar sjávarútvegs: Allt frá fiskileit, veiðum, vinnslu, pökkun, aukaafurðum, fiskeldi og sjávarréttum, til markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru.

IceFish er mikilvægasti vettavangur allra þeirra aðila á sviði sjávarútvegs og fiskeldis sem vilja koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Fjörutíu ára saga IceFish hefur tryggt sýningunni virðingu og traust og fyrir vikið laðar hún bæði til sín íslenska og alþjóðlega sýnendur og gesti. IceFish 2022 var fyrsta sýningin hérlendis sem braut ísinn eftir heimsfaraldurinn og tókst þrátt fyrir takmarkanir og höft að laða til sín 10 þúsund gesti frá 40 þjóðlöndum.

Íslenska sjávarútvegssýningin er miklu meira en bara sýning því að þar er líka Fish Waste for Profit-ráðstefnan haldin, nú í fimmta skipti, og Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í níunda skipti til að heiðra afburðafyrirtæki í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, fiskeldi og framleiðslu sjávarrétta. Þá má ekki gleyma fyrirtækjastefnumótunum vinsælu.

Kíktu til okkar í P20 eða á sýningarskrifstofunni og bókaðu bás fyrir næstu sýningu.

 

 


 

IS Brochure 2024_Page_1

Upplýsingar Fyrir Sýnendur 2024

 Stærsta sýning á sviði sjávarútvegs, fiskeldis og sjávarrétta á norðurslóðum.

DOWNLOADPDF | 4.30 Mb

Heimilisfang:
Mercator Media Ltd
Spinnaker House, Waterside Gardens
Fareham
PO16 8SD
United Kingdom

Vefsíða:
www.icefish.is

Samfélagsmiðlar:
LinkedIn 
Instagram
Facebook