Fréttir – Page 7
-
News
Nýjar dagsetningar 2022 fyrir þrettándu Íslensku sjávarútvegssýninguna og Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar
Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar hérlendis og viðburðastjóri Mercator Media, segir: „Ljóst er orðið að íslenska ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að framlengja núverandi samkomutakmarkanir vegna baráttunnar við Covid-19. Samfara þeirri ákvörðun skapast óvissa sem við verðum að taka tillit til, óvissa sem torveldar verulega undirbúning bæði sýnenda okkar og gesta.
-
News
Folla byggð á árangri Loppu
Í heilt ár hefur mikil vinna verið lögð í þróun og prófun á frumgerð nýju vélarinnar, sem heitir Folla. Þetta hefur gengið svo vel að samstarfsaðili Havfronts, fyrirtækið Br. Karlsen í Husøy, hefur þegar tekið frumgerðina í notkun. Br. Karlsen átti stærstan þátt í að koma þróunarvinnunni af stað og hefur nú tekið vélina í notkun. Havfront tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár og sýnir þar báðar vélarnar, Loppu og Follu.
-
News
Öryggið tryggt með Ultraguard
Gavin Fisher hjá Ultraguard segir fyrirtækið hraðbyri stefna í að verða fyrsta val skipaeigenda sem vilja verjast óæskilegum lífverum á borð við skelfisk, hrúðurkarl og þörunga sem setjast á sjókistur, kælikassa, sjókælikerfi eða á skipsskrokkinn.
-
News
Einstök hönnun
Systurfyrirtækið Nautic Rus í Pétursborg hefur nú þegar hannað tíu 82 metra langa verksmiðjutogara fyrir rússneska útgerðarrisann Norebo. Severnaya skipasmíðastöðin er um það bil að fara að leggja lokahöndina á hið fyrsta þeirra, Kapitan Sokolov.
-
News
Forseti Íslands heimsækir Icefish
Forsetinn fær sérstaka leiðsögn um sýninguna að morgni fimmtudagsins 16. september og heimsækir ýmsa sýningarbása til heilsa upp á sýnendur og skoða suma af nýjustu og frumlegustu vörum sem þar eru að finna.
-
News
Skráningin á Icefish 2021 nú opin
Með því að skrá sig fyrirfram geta gestir komist fram fyrir í biðröðunum og sparað yfir 20%. Farið á vefsíðuna til að skrá ykkur og vera fremst í biðröðinni þegar Íslenska sjávarútvegssýningin opnast.
-
News
Skipasmíðastöðin í Klaksvík býr sig undir meira annríki
„Við hlökkum til sýningarinnar í september og ætlum að sýna hvað við getum gert,“ segir Jógvan S. Jacobsen, sölustjóri KSS.
-
News
Skipasmíði til sýnis á Íslensku sjávarútvegssýningunni
Meðal þeirra skipa sem Cemre hefur smíðað eru togararnir fjórir sem Skipatækni hannaði fyrir íslenskar útgerðir. Björg, Drangey, Björgúlfur og Kaldbakur voru öll afhent árið 2017 og hafa öll aflað sérlega vel síðan, sem staðfestir að hið óvenjulega stefni þeirra tryggir mjög stöðuga vinnuaðstöðu.
-
News
Dönsk sérfræðikunnátta á Íslensku sjávarútvegssýningunni
Danish Export-Fish Tech er staðurinn þar sem þið fáið aðgang að meira en 100 dönskum birgjum sem útvega búnað, lausnir, tækni, kunnáttu og ráðgjöf. Danish Export-Fish Tech skipuleggur Danska sýningarskálann á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021, þar sem dönsku þátttakendurnir sýna dæmi um sérþekkingu sína, gæði og nýsköpun í búnaði, lausnum og tækni fyrir fiskveiðar, fiskeldi og vinnslu fisks og sjávarafurða.
-
News
Ár mikilla breytinga hjá Morgère
Morgère er í ár að flytja frá hafnarbakkanum í Saint Malo þar sem fyrirtækið hefur haft aðsetur í nærri heila öld. Þann 1. september hefst framleiðsla í nýrri verksmiðju í nokkurra kílómetra fjarlægð. Flutningurinn gefur einnig tækifæri til þess að uppfæra framleiðslutækin, og nú er verið að setja upp nýjar CNC vélar.
-
News
Samkomustaður ársins
Torfinn Torp stjórnar þeim hluta starfsemi fyrirtækisins sem snýr að frystibúnaði fyrir sjávarútveg. Þetta nær yfir allt frá plötufrystum og blástursfrystum yfir í pækilfrystingu og RSW-kerfi fyrir uppsjávarskip.
-
News
Bláa hagkerfinu umbylt í grænt
Helstu sérfræðingum í framleiðslu sjávarafurða er stefnt saman og leitast við að skoða hvernig greinin vinnur að því að fullvinna hliðarafurðir í sjávarútvegi og tekur stökkin fram á við með nýtingu grænnar tækni.
-
News
Vaki útvegar snjallbúnað til eftirlits handa viðskiptavinum um heim allan
Fyrirtækið útvegar ýmsan búnað, tæki og tækni fyrir fisktalningu og stærðarmat fyrir eldi jafnt í ferskvatni go sjó, ásamt því að safna lykilgögnum og gera greiningu á hverju stigi framleiðslunnar. Vaki hefur nýlega bæst í hóp þeirra fiskeldislausna sem eru á skrá hjá MSD Animal Health.
-
News
Tersan útvegar brunnskip til Nordlaks
Systurskipin Bjørg Pauline og Harald Martin eru 85 metra löng og 19 metra breið. Þau verða afhent í september og eru búin gasknúnum tvinnvélum af nýjustu gerð ásamt hátæknibúnaði til meðhöndlunar á fiski, þar á meðal lúsaböðunarkerfi.
-
News
Íslenska sjávarútvegssýningin á góðri siglingu
„Horfur eru virkilega góðar með Íslensku sjávarútvegssýninguna, þrátt fyrir öll vandamálin í tengslum við heimsfaraldurinn,“ segir hún. Nú þegar mánuðir eru til sýningar þá hafi um 80% sýningarrýmisins verið pantað eða staðfest.
-
News
Íslenska sjávarútvegssýningin 2021 - miklu meira en sýning
Icefish er aðeins haldin á þriggja ára fresti og snýr nú aftur í þrettánda skipti dagana 15.-17. september 2021. Þegar er búið að bóka 80% af sýningarrýminu og eru þó enn fjórir mánuðir til stefnu.
-
News
Vel þekkt nafn – ný hönnun
Hönnun Víking-bátanna í dag er hins vegar afar frábrugðin upphaflegu bátunum sem smíðaðir voru á níunda áratug síðustu aldar og urðu þekktir fyrir að vera áreiðanlegir og sterkbyggðir.
-
News
Græn nálgun hjá Navis
„Við einbeitum okkur að grænum kerfum og höfum þróað rafknúið fiskiskip. Það er línubátur til strandveiða. Smíðin er ekki hafin, en þróunarvinnu er lokið og allt er tilbúið til að hefjast handa,” segir Bjarni Hjartarson hjá Navis.
-
News
Snjallkerfi fyrir veiðar og eldi
Nafn hópsins er dregið af Environmental Technology, eða umhverfistækni, og aðildarfyrirtækin þrjú, Evotec AS, Brimer AS og ServiTech AS, hafa hvert um sig sérhæft sig á sviðum sem ná yfir sjávarútvegsgeirana í bæði fiskveiðum og fiskeldi.
-
News
Smíða skip fyrir veiðar og eldi
Måløy Maritime Group (MMG) er fyrirtækjaklasi með ýmsum sérhæfðum framleiðendum innanborðs, þar á meðal skipahönnunarfyrirtækinu Skipskompetanse sem nýlega lauk samningum um ný skip sem verða smíðuð hjá Larsnes Mek Verksted, einni annasömustu skipasmíðastöð á svæðinu.