Systurskipin Bjørg Pauline og Harald Martin eru 85 metra löng og 19 metra breið. Þau verða afhent í september og eru búin gasknúnum tvinnvélum af nýjustu gerð ásamt hátæknibúnaði til meðhöndlunar á fiski, þar á meðal lúsaböðunarkerfi.

Með því að nota gasknúnar vélar má reikna með því að útblástur koltvíoxiðs dragist saman um 30% í samanburði við hefðbundnar dísilknúnar vélar, auk þess sem útblástur köfnunarefnisoxíðs verður 90% minni.

Bæði Bjørg Pauline og Harald Martin eru með flutningsgetu upp á 4300 rúmmetra og verða notuð við Nordlaks-eldisstöðina Havfarm, með sérstakar tengingar við stöðina. Havfarm er 395 metra löng eldisstöð, útlítandi eins og skip og getur geymt 10.000 tonn af fiski í 47x47 metra kvíum.

Tersan skipasmíðastöðin tekur nú í ár í fyrsta sinn þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni.

„Við hlökkum til að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í fyrsta sinn,” segir Sakir Erdogan, þróunarstjóri Tersan skipasmíðastöðvarinnar.

Tersan hefur á síðustu árum verið í fremstu röð meðal skipasmíðastöðva fyrir sjávarútveginn. Hún hefur útvegað eldisgeiranum sérhæfð skip og hefur einnig smíðað mörg línuskip fyrir norsk fyrirtæki og verksmiðjutogara fyrir viðskiptavinni í Rússlandi, Noregi, Kanada og víðar.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

TersanNB1088-1