Hönnun Víking-bátanna í dag er hins vegar afar frábrugðin upphaflegu bátunum sem smíðaðir voru á níunda áratug síðustu aldar og urðu þekktir fyrir að vera áreiðanlegir og sterkbyggðir.

Strandveiðibátar samtímans eru hlaðnir flóknum búnaði og geta borið miklu meiri afla en áður. Bátasmiðir hafa brugðist við kröfum um meiri þægindi og öryggi, meiri hraða og meiri veiðigetu.

Víkingbátar eru til húsa í Reykjavík og hafa áfram byggt á því góða orðspori sem tengt er Víkingsnafninu. Fyrirtækið hefur starfrækt skipasmíðastöð sína þar frá árinu 2012 en þá tóku núverandi eigendur við framleiðslunni. Síðan þá hafa Víkingbátar framleitt suma af fengsælustu krókaaflamarksbátum landsins og áfram er haldið að reyna á þolrifin.

„Núna erum við að smíða nýjan bát, Víking BT30, sem GPG Seafood á Húsavík fær ahentan í sumar,” segir Sverrir Karl Matthíasson, sölustjóri Víkingbáta.

Háey, 13,80 metra langt línuskip með yfirbyggðu þilfari, er hönnuð í samstarfi við Ráðgarð Skiparáðgjöf og er hið fyrsta í sinni röð með þessa nýju hönnun.

Háey er bara fyrsta skipið, sagði hann, og tók fram að á næstu 18 mánuðum muni skipasmíðastöðin afhenda þrjá aðra 30 brúttótonna línubáta til íslenskra útgerða.

„Við hlökkum til að taka aftur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í september og hitta bæði eldri viðskiptavini og kynnast nýjum.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Viking165652496_1756005014573977_6221820458368817163_n