Að baki Olen stendur fyrirtækið ISI-Fish í Concarneau, sem á sér langa sögu í tæknibúnaði fyrir sjávarútveg, þar á meðal framleiðslu á flóknum rafeindabúnaði fyrir uppsjávarskip og línubáta sem veiða túnfisk og aðrar tegundir.

„Við áttuðum okkur á því að ekki var til neinn nothæfur tæknistýringarbúnaður fyrir þessa frystingu, þannig að við komum með þetta snjallstýringarkerfi,“ segir Jérémie Duvert, útflutningssölustjóri hjá Olen.

Búnaðurinn frá Olen er sniðinn að því að stýra saltinnihaldi og hitastigi í tönkum og tryggja þar með að aflinn sé hafður í bestu aðstæðum til að því sem kröfuharður markaður óskar eftir. Kerfin frá Olen eru ætluð bæði fyrir nótaveiðar á túnfisk í djúpfrystingu og uppsjávarskip sem landa ferskum sjókældum afurðum.

Með Smart Brine Viewer er stöðugt fylgst með saltinnihaldi og hitastigi í tönkum skips og því stýrt.

Nú síðast hefur þessi búnaður verið settur upp um borð í frönskum nótabátum á túnfiskveiðum sem gerðir eru út af CFTO.  Um borð í Glenan var Smart Brine Viewer settur upp þegar báturinn kom við í Dubai, en um borð í Gueotec var búnaðurinn settur upp í IJmuiden í Hollandi. Starfsfólk frá Olen fór á báða þessa staði til að setja upp búnaðinn og tryggja rétta uppsetningu.

Olen tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni árið 2012, en það er í fyrsta sinn sem fyrirtækið verður með.

„Við völdum Íslensku sjávarútvegssýninguna vegna þess að við teljum þennan viðburð vera bestu leiðina til að hitta nýtt fólk – nýja viðskiptavini, framleiðendur, útgerðarmenn og fyrirtæki í þessum tiltekna geira,“ sagði hún.

„Smart Brine Viewer er hannað fyrir lágt hitastig í tengslum við pækilfrystingu, en við erum sannfærð um að þessi búnaður geti sparað orku og bætt gæði fisksins fyrir RSW-skip – og það er á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem við sjáum tækifærin til að hitta rétta fólkið í RSW-geiranum.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Olen1