Í dag var tilkynnt hverjir hljóta námsstyrki fyrir árið 2023 úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna, en IceFish 2024 sýningin verður haldin í Smáranum í September á næsta ári. Námsstyrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum fyrr í dag.

Reykavík, 14. apríl 2023

Í kjölfarið á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2014 gerðu forsvarsmenn sýningarinnar sér grein fyrir nauðsyn þess að fjárfesta í framtíð sjávarútvegarins á Íslandi og settu á stofn menntasjóð til að veita námsstyrki til efnilegra nema innan geirans. Fyrsti námsstyrkurinn var veittur árið 2017.

Icefish Bursaries All 14 April 2023

Icefish Bursaries All 14 April 2023

Handhafar námsstyrkjanna 2023 eru þrír talsins, úr hópi á þriðja tug umsækjenda, og stunda allir nám við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Hver þeirra hlýtur 300 þúsund króna til hvatningar til áframhaldandi náms. Styrkina úr IceFIsh-menntasjóðnum hljóta að þessu sinni þau Kristín Pétursdóttir, sem leggur stund á nám í fiskeldi, Hreinn Óttar Guðlaugsson, sem leggur stund á nám í Marel-fisktækni. og Dominique Baring, sem leggur stund á nám í gæðastjórnun og fiskeldi.

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish 2024, segir:

“Það er með mikilli ánægju og stolti sem Mercator Media Ltd., bakhjarl Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2024, veitir enn á ný námsstyrki Icefish til efnilegra nema og styrkir þá þannig fjárhagslega til að öðlast sérhæfingu í Marel-fisktækni, fiskeldi og gæðastjórnun. Atvinnuveiðar og fiskeldi eru á meðal helstu stoða íslensks efnahagslífs, enda sjávarútvegur hér í stöðugri framþróun og vexti, og það er afar mikilvægt að styrkja menntun og þekkingu þeirra sem starfa í greininni. Við óskum styrkþegum gæfu og gengis og vonum að þeir muni leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velmegunar íslensks sjávarútvegs á komandi árum með sérfræðiþekkingu sinni, námi og hæfni.”

Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskóla Grindavíkur: “Styrkirnir eru ekki aðeins sterk traustyfirlýsing á starfi skólans, heldur einnig viðurkenning á mikilvægi menntunar og þjálfunar í greininni. Þeir eru sömuleiðis hvatning fyrir ungt fólk og fullorðna til að feta þessa braut og hafa mikla þýðingu fyrir nemendur okkar. Mig langar til að þakka Íslensku sjávarútvegssýningunni, sérstaklega Marianne, fyrir samstarfið sem hefur verið afskaplega gott í gegnum árin.”

Handhafar námsstyrkjanna:

Kristín Pétursdóttir: “Styrkurinn felur í sér mikla viðurkenningu í mínum huga og ég er afskaplega þakklát og ánægð fyrir að hafa hlotið hann, sem ég bjóst alls ekki við fyrirfram. Það er ýmis kostnaður samfara náminu og ef maður missir úr vinnu hjálpar styrkurinn til að draga mann í land ef svo má segja. Ég vinn núna sem verkstjóri hjá Matorku í fiskeldi á landi og ég hugsa að framtíð mín verði á því sviði. Fiskeldisnámið í Fisktækniskóla Grindavíkur veitir mér kost á að öðlast þekkingu á þeirri starfsemi frá A til Ö og vinna mig áfram upp. Styrkurinn hjálpar þannig einnig til að fá stærri og betri tækifæri í greininni.”

Hreinn Óttar Guðlaugsson: “Ég er í Marel-tækninámi sem mun veita mér kost á frekari menntun og betri störfum, og styrkurinn felur tvímælalaust í sér hvatningu og stuðning við framhaldið. Ég hef líka mikinn áhuga á vélum og vélbúnaði, hef það frá föður mínum sem er sérfræðingur á sviði Baader-véla. Ég hef ekki getað unnið á meðan ég einbeiti mér að náminu og styrkurinn hjálpar heilmikið til að bæta fjárhaginn og styðja mig í áframhaldandi nám.”

Dominique Baring: “Ég er afskaplega ánægður og þakklátur með að hafa fengið IceFish-styrkinn. Hann er ekki aðeins mikilvæg viðurkenning, heldur hjálpar mér fjárhagslega, felur í sér hvatningu og veitir mér stuðning til að geta haldið áfram í námi. Ég get nýtt mér hann núna þegar ég tek næstu skref í menntun, en ég hyggst leggja stund á sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri.”

Umsóknir um styrki voru metnar af dómnefnd sérfræðinga í sjávarútvegi, sem í sitja Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskóla íslands (nú í leyfi), Sigurjón Elíasson, fræðslu- og þróunarstjóri á alþjóðasviði Marel, Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur í fiskveiðistjórnun og alþjóðamálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi Mercator Media/Íslensku sjávarútvegssýningarinnar á Íslandi.

Fisktækniskóli Íslands var stofnaður í Grindavík árið 2010 í því skyni að svara þörfum íslensks sjávarútvegs og landvinnslu með því að mennta hæft fólk til starfa í greininni. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í fisktækni, fiskeldi, gæðastjórnun og Marel vinnslutækni.

Fáðu nýjustu fréttir og upplýsingar á samskiptamiðlum um Íslensku sjávarútvegssýninguna 2024 (IceFish 2024) og „Fiskúrgangur skilar hagnaði” (Fish Waste for Profit). IceFish má finna á Facebook, Twitter og Linkedin.

Ef þú vilt styrkja, sýna á eða heimsækja IceFish 2024 skaltu endilega hafa samband við skipulaggjendur í síma 0044- 1329 825335 eða senda okkur skilaboð á netfangið icefish@icefish.is