Skráningarsíða

Þegar þú smellir á hlekkinn til að skrá þig er þetta fyrsta síðan sem birtist. Ýttu á hnappinn fyrir neðan nýskráningu til að halda áfram.

Picture1

Persónulegar upplýsingar

Skráðu helstu upplýsingar fyrir aðgangskortið þitt. Vinsamlegast fylltu út alla umbeðna reiti áður en þú ferð á næstu síðu. Mundu að ef þú ert með afsláttarkóða þarf að slá hann inn efst á síðunni..

Picture2

Um þitt fag

Á þessari síðu eru skráðar upplýsingar um þína atvinnugrein og þarf að haka í viðeigandi reiti. Hérna er líka í boði að fá frekari upplýsingar um Fishwaste for Profit-ráðstefnuna og fyrirtækjastefnumótin sem RANNÍS býður upp á meðan á sýningunni stendur. Ýttu að því loknu á “Next” takkann til að halda áfram með skráninguna.

Picture3

Að velja miða

Veldu rétta miðann og bættu honum við pöntun þína, og mundu að aðeins er hægt að velja barnamiða með fullorðinsmiða.

Picture4

Staðfestu pöntunina

Áður en þú heldur áfram skaltu yfirfara pöntunina áður en þú ýtir á “Next“ því að ekki er hægt að fara til baka. Þegar þú hefur staðfest að pöntunin er rétt ýtirðu á “Next“ takkann og ferð yfir á greiðslusíðuna. Ef þú hefur slegið inn afsláttarkóða ferðu yfir á síðu til að staðfesta og færð sjálfvirkan tölvupóst sem inniheldur strikamerkið sem þú þarft til að fá aðgangskortið þitt á sýninguna afhent.

Picture5

Greiðslusíða

Settu inn umbeðnar kortaupplýsingar, ýttu svo á “Pay” og þar með er skráningunni lokið. Þá birtist staðfestingarsíða og þú færð sjálfvirkan tölvupóst með strikamerkinu sem þú þarft til að fá aðgangskortið þitt á sýninguna afhent.

Picture6