FYRIRTÆKJASTEFNUMÓT

Á IceFish 2024 verða fyrirtækjastefnumótin haldin sem fyrr, enda hefur aðsókn á þau verið mikil. Þátttakendur hafa búið þar til öflug ný viðskiptatengsl um heim allan og kannað nýja markaði. Á seinustu sýningu tóku 90 aðilar frá 24 löndum þátt á yfir 100 fundum.

matchmaking-logos

Fyrirtækjastefnumótin 2024 verða haldin dagana 18.-20. september í sýningarhöll IceFish í Smáranum.

Fyrirtæki og stofnanir sem hafa áhuga á að taka þátt í stefnumótunum er bent á að staðfesta þann áhuga þegar þau skrá sig á sýninguna, um leið og opnað er formlega fyrir bókanir.

Hvers vegna að taka þátt?
Fyrirtækjastefnumótið er góð leið til að stækka tengslanetið og hitta nýja viðskiptavini. Í þátttöku felst:

  • Aukinn sýnileiki þíns fyrirtækis
  • Aukið aðgengi að fjölda fyrirtækja og hagsmunaðilum
  • Markvissir og stuttir fundir sem eru valdir og staðfestir fyrirfram

Hvaða aðilar munu taka þátt?
Viðburðurinn er ætlaður fyrirtækjum, klösum og hagsmunaaðilum í greininni, m.a. í tengslum við fiskveiðar, fiskeldi, vinnslu, markaðsmál og dreifingu, og flutning á sjó.

Nánari upplýsingar veitir
Brynja Jónsdóttir
Enterprise Europe Network Iceland
Rannís

Sími: 515 5859 
Netfang: brynja.jonsdottir@rannis.is
www.rannis.is - www.een.is