„Þetta er í fimmta sinn sem við tökum þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni," segir Dmitry Federov frá FS. Hann segir að í þetta skiptið verði þau ein á ferð en á fyrri sýningum hafi þau tekið þátt í samstarfi við önnur fyrirtæki.

„Við höfum ákveðið að sjá um þetta sjálf þetta árið til þess að geta kynnt vörur okkar betur. Þetta er einnig til þess að fá meira pláss til að helga viðskiptavinum okkar, og við teljum Íslensku sjávarútvegssýninguna vera fullkominn vettvang til þess að hitta íslenska viðskiptavini okkar."

FS er best þekkt fyrir nýstárlegt uppsjávartroll, og fyrirtækið á sér sterkan hóp viðskiptavina á vaxandi innanlandsmarkaði, bæði í Evrópuhluta Rússlands og í austasta hluta landsins, sem og um heim allan.

„Ísland er lykil-útflutningsmarkaður okkar og íslenskir uppsjávartogarar hafa sumir verið að nota veiðarfæri frá okkur í um áratug," segir hann.
„Íslensk uppsjávarskip sem nota Atlantica-1660 trollin okkar hafa jafnan fengið góða makrílveiði á hverri vertíð."

FS hefur þróað nýjungar í togvörpum sem nú þegar hafa verið teknar í notkun innan íslenska flotans á makrílvertíðinni á þessu ári.

„Við viljum nota tækifærið á Íslensku sjávarútvegssýningunni á næsta ári til að sýna viðskiptavinum okkar nýjar hugmyndir og nýja tækni sem við höfum þróað með viðskiptavinum okkar sem hafa verið að veiðum á Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi,” segir Dmitry Fedorov.

„Ennfremur höfum við algerlega endurnýjað búnað okkar í vatnstankinum okkar í Kaliningrad, sem er mikilvægt tilrauna- og þróunartæki hvað veiðarfæri varðar, Við fyllum hann brátt aftur af vatni og þá verður tankurinn til reiðu á ný fyrir vísindatilraunir.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is