Bureau Veritas er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þjónustu varðandi hverskonar prófanir, skoðanir og útgáfu skírteina. Fyrirtækið var stofnað 1828 og hjá okkur starfa yfir 75,000 starfsmenn á meira en 1,500 starfsstöðvum og rannsóknarstofum víðsvegar um heim.Bureau Veritas hjálpar viðskiptavinum sínum að auka framleiðni með þjónustu sinni og lausnum til að tryggja að eignir, vörur, innviðir og ferlar standist reglur og kröfur hvað varðar gæði, öryggi, umhverfis áhrif og félagslegar skyldur.Bureau Veritas Marine & Offshore býr yfir rúmlega 190 ára reynslu sem þjónustuaðili á sínu sviði með 2,650 sérfræðinga starfandi í 140 löndum. Við störfum sem ein heild á alþjóðlegum vettvangi en getum mætt þörfum skjólstæðinga okkar á hverjum stað með hjálp svæðisstjóra, þjónustudeilda og tæknimiðstöðva.Með þjónustaðan flota sem telur fleiri en 11,400 skip er Bureau Veritas stærsti einstaki aðili innan síns geira þegar kemur að fjölda innan sinnar þjónustu. Sambönd okkar við viðskiptavini eru byggð upp á þjónustu, gegnsæi og trausti.Í byrjun árs 2021 hleyptum við af stokkunum nýrri deild okkar á Íslandi. Með okkar reyndu og fróðu sérfræðinga erum við reiðubúin sem aldrei fyrr að styðja við íslenskan fiskiðnað og flota með þjónustu okkar. Við hlökkum til að sjá þig á Sjávarútvegsýningunni (IceFish 2024)!

 

 

 

Heimilisfang:
Vesterbrogade 149
Copenhagen
1620
Denmark

Vefsíða:
www.bureauveritas.com/

Samfélagsmiðlar:
Instagram
YouTube