Marel hefur lagt mikið upp úr að ná til viðskiptavina sinna og hitta þá augliti til auglitis á ShowHow sýningunum í Kaupmannahöfn, þar sem bæði hvítfisksýningar og laxeldissýningar hafa verið haldnar árlega.

„Á ShowHow sýningunum getum við sýnt tækjabúnað okkar í gangi eins og hann væri í verksmiðju,” segir Michael Hjortshøj hjá Marel.

Nú hefur heimsfaraldurinn stöðvað þetta sýningarhald í bili og Marel hefur verið að leita annarra leiða til þess að verkja athygli á þessum tækninýjungum sínum. Í þessum mánuði er stafræn ShowHow sýning haldin í staðinn og Marel hefur strax lært af fyrstu tilraunum sínum með viðburði á netinu.

„Við héldum viðburð á netinu í staðinn fyrir alþjóðlegu fiskvinnslusýninguna, Seafood Processing Global, í Brussel í vor, og þar lærðum við mikið um hentugustu tímalengdina og hve mikið er rétt að fara ofan í smáatriði. Svo virðist sem 45 mínútna fundur með spurningum á eftir sé hentug tímalengd, og nógu langt til að fara ofan í tæknilega smáatriði,” sagði hann.

„Hvítfisk-sýningin verður haldin 21. og 22. október, með tveimur fundum hvorn dag og stefnt að því að þeir verði nokkurn veginn eins, en tímasettir fyrir ólík tímabelti í heiminum til þess að allir hafi tækifæri til þáttöku.”

Hann nefndi að þrátt fyrir faraldurinn og þær truflanir sem hann veldur þá er nóg að gera í sjávarútveginum, enda þótt ýmislegt hafi breyst.

„Við höfum verið að sjá viðskiptavini okkar skipta í auknum mæli yfir á smásölumarkaðinn í staðinn fyrir veitingahús og hótel. Einnig hefur verið mikill vöxtur í landeldi með lax og auðvitað fylgjumst við grannt með því,” sagði hann.

Marel hefur í mörg á tekið þátt í sýningum víða um heim, og meðal þeirra nýtur Íslenska sjávarútvegssýningin sérstöðu.

„Nýsköpun er okkur afar mikilvæg og að veita viðskiptavinum okkar aðstoð við að stíga næsta skref. Mikið af nýjustu tækninýjungum okkar í hvítfiski fara fyrst til greinarinnar á Íslandi, og við eigum í nánu samstarfi við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki,” sagði hann.

„Við höfðum stefnt að því að vera á IceFish á þessu ári, og við munum taka þátt í sýningunni sem nú hefur verið frestað til ársins 2021.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Marel Salmon ShowHow 17 SM