Aukningin frá árinu 2018 fyrir sama tímabil varð 92% en þegar tekið er tillit til gengissveiflna þá er aukningin 72%.

Samkvæmt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) má rekja aukin verðmæti til aukinnnar framleiðslu, sérstaklega á eldislaxi, og þessi vöxtur er í samræmi við væntingar SFS fyrir ári.

„Í byrjun ársins spáðum við því að útflutningsverðmætin yrðu hátt í 24 milljarðar króna á árinu," sagði SFS.

Þegar tölur fyrir allt árið liggja fyrir má reikna með því að þessi spá rætist, og heildarupphæðin verði allt að 25 milljarðar króna."

Í nóvembermánuði einum náði útflutningsverðmætið 2,9 milljörðum króna, en október skilaði mestu eða 3,1 milljarði króna – um það bil tvisvar sinnum meira en í sama mánuði árið 2018.

Í nóvember fluttu Íslendingar út lax fyrir 2,4 milljónir króna, sem er 151% meira en í nóvember 2018. Í sama mánuði fengust 461 milljónir króna sem er 60% meira en í sama mánuði árið 2018.

„Velgengni Íslands er nátengd útflutningi, og hann eykst þegar þessar greinar verða fjölbreyttari," sagði SFS.

„Það segir sig sjálft að þessi vöxtur í fiskeldi er kærkomin viðbót við útflutningsgreinar landsins. Það er enn í smáum stíl samanborið við hinar þrjár stærstu greinarnar, ferðaþjónustu, sjávarútveg og álframleiðslu, en hér eru veruleg tækifæri til að verðmætasköpunar og til að auka útflutningstekjur."

Þessar fréttir eru mikilvægt framlag til IceFish 2020, sem fagnar nýju sérsviði innan sýningarinnar helgað nýtingu og markaðssetningu á aukaafurðum, fiskeldi, sjávarafurðum/vinnslu og almennum áhuga á virðisaukningu í sjávarútvegi.

„Við framleiðum eftir forsögn þeirra og spörum þeim tíma og kostnað með því að senda þeim vöruna ýmist innanlands eða beint til viðskipavina erlendis."

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á DLillo@mercatormedia.com

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is