Í ár leggur fyrirtækið mesta áherslu á hvítfisk og fulltrúar þess eru þess albúnir að fræða gesti sína um þá fjölbreyttu vörur sem Skaginn 3X hefur upp á að bjóða, allt frá einstökum tækjum upp í fullkomnar uppsettar tækjasamstæður.

„Íslenski markaðurinn er eitt mikilvægasta markaðssvæði okkar og það er fyrirtækinu afar mikilvægt að styrkja enn frekar tengslin við hann,“ sagði forstjóri Skagans 3X, Ingólfur Árnason.

„Þróunarsamstarf Skagans 3X við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefur leitt af sér nýjar og framúrskarandi lausnir. Þar má m.a. nefna sjálfvirkt og mannlaust lestarkerfi um borð í Engey RE, nýju ferskfiskskipi HB-Granda, sem gott dæmi um vel heppnað þróunarsamstarfið. Afraksturinn er byltingarkenndur tæknibúnaður sem líkt hefur verið við áhrifin af komu skuttogaranna á áttunda áratug.

Á sýningunni verður Skaginn 3X með smækkaða útgáfu af Sub-Chilling kerfinu í sýningarbási B22, en í stað þess að undirkæla fisk í tankinum verður boðið upp á undirkældan bjór sem frumlega leið til að gera gestum kleift að meta alla helstu kosti þessa kerfis!“

Nánari upplýsingar má fá með því að heimsækja Skagann 3X í sýningarbási B22.