Íslenska sjávarútvegssýningin 2014 var sú 11. í röðinni og þar var því fagnað að 30 ár voru liðin síðan sú fyrsta var haldin. Sýningin hefur tvöfaldast að umfangi á undanförnum áratug.

Gestum fjölgaði um 12% miðað við sýninguna árið 2011 og voru þeir 15.219 árið 2014 vegna víðtækrar markaðssetningar bæði heima og erlendis og kynningarherferða á félagsmiðlum, þar með talið alþjóðlegt tímarit Mercators, World Fishing og Aquaculture Magazine. Skipuleggjendur sýningarinnar og sendiráð Íslands erlendis stóðu á ný fyrir samræmdum kynningaraðgerðum víða um heim og það skilaði sýningargestum frá Austurlöndum fjær, Norður- og Suður-Ameríku og Afríku.

Sýningin er haldið á þriggja ára fresti samkvæmt óskum sýnenda svo tryggt sé að þeir hafi nýjar vörur til sýnis hverju sinni. Þess vegna er það fulltrúum útgerðarfyrirtækja og tengdra iðngreina algjör nauðsyn að heimsækja íslensku sjávarútvegssýninguna.. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin eru orðin fastur liður á sýningunni en þar er athyglinni beint að því besta sem fyrirfinnst í bæði íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi. Á sama tíma er einnig haldin 2. ráðstefna Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, „Fiskúrgangur skilar hagnaði“, en Íslendingar eru í fararbroddi á því sviði. Þar verður fjallað um vandamál og tækniaðferðir við það að fullnýta fiskinn, hámarka arð og kynna sjónarmið þeirra fyrirtækja sem þegar taka þátt í þessu verkefni.