Theódór Þórðarsson, skipstjóri á Venus, sagði þegar hann landaði 600 tonnum af makríl hjá verksmiðju Brims á Vopnafirði að makríllinn væri á hraðferð en engin sérstök mynstur sjáist á ferðum hans.

„Þeir virðast ekki hafa ákveðið hvert þeir ætla að fara. Við höfum séð þá taka skyndilega stefnuna til austurs í einn eða tvo daga, en snúa síðan við og byrja að synda til vesturs í staðinn, eða norður á bóginn,֧“ sagði hann.

Hann bætti því við að túrinn hafi byrjað í slæmu veðri við norðurenda Síldarsmugunnar en makríllinn hafi farið norður yfir Jan Mayen línuna.

„Veiðin hefur verið góð þegar veðrið hefur haldist sæmilegt,“ sagði hann, en tók fram að greinilega væri mikið af makríl á svæðinu.

Áherslan er þó að færast yfir á síldveiðina. Bjarni Ólafsson, uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, byrjaði vel með 800 tonn af síld sem náðist í einu holi í aðeins fárra tíma fjarlægð frá heimahöfn.

„Við toguðum ekki nema í klukkustund,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni. „Það er mikið af síld hérna. Þetta tog skilaði okkur 800 tonnum en ég man ekki eftir að hafa séð svona mikið í einu holi eftir svona stutt tog. Þetta var fyrsta tog okkar með nýja trollinu frá Hampiðjunni.“

„Þetta er allt saman stór gæðasíld sem hentar vel í vinnslu. Þar á ofan vorum við að veiða í aðeins þriggja tíma fjarlægð frá Norðfirði, þannig að þetta hefði varla getað verið betra. Við höfum líka fengið fréttir af síld í norðri, og segja má að þetta sé hefðbundar síldveiðislóðir á haustin.“

Tonnunum 800 sem Bjarni Ólafsson veiddi var landað á Neskaupstað, og í framhaldinu kom annað uppsjávarskip fyrirtækisins, Börkur, einnig að landi með 1150 tonn af síld til viðbótar í vinnslu.

„Það sést mikið þarna og þetta eru greinileg merki um síld. Við erum ekki nema tíu stundir á miðunum,“ segir Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is