„Starfsemin á bak við það sem við gerum hefur ekkert breyst. Við verðum á IceFish í þriðja sinn vegna þess að við teljum þetta mikilvægustu sýninguna fyrir íslenskan markað," sagði Kristján Karl Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri.

„Við sérhæfum okkur í sérsmíðuðum kerfum fyrir fiskvinnslu. Við framleiðum fyrir veiðiskip, vinnslur og fiskeldisfyrirtæki sem ala lax og silung. Við erum einnig með ýmsan búnað frá evrópskum framleiðendum, þar á meðal frá Ultra Aqua til sótthreinsunar á vatni, CT-International frystibúnað frá Danmörku, Nock roðflettivélar frá Þýskalandi, Radwag vigtir frá Póllandi og Icepack gelmottur og Elpress hreinsikerfi frá Hollandi."

Ásamt því sem framleitt er undir nafni fyrirtækisins þá hefur mikið af því sem Lavango fæst við ekki verið mjög áberandi því um tveir þriðju hlutar verkefnanna eru unnin fyrir fyrirtæki í matvælatækni og er tækjabúnaðurinn ætlaður bæði til notkunar á sjó og í landvinnslum.
„Við erum til dæmis hreykin af því að framleiða úr stáli fyrir íslenska hátæknifyrirtækið Samey. Þeir sjá um hönnun, rafbúnað og forritun, en við útvegum þeim stálið í tækin. Við stöfum fyrir ýmis íslensk og erlend fyrirtæki, smá og stór." segir hann.

„Við framleiðum eftir forsögn þeirra og spörum þeim tíma og kostnað með því að senda þeim vöruna ýmist innanlands eða beint til viðskipavina erlendis."

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is