Toghlerarnir eru keyptir fyrir Markus, tvíburatogara Qajaq Trawl sem veiðir rækju.

Útgerðin keypti nýja gerð toghlera frá Rock Trawl sem kallast Sea-Lion. Nú þegar eru þrenn pör Sea-Lion toghlera í notkun við Grænland.

Sea-Lion toghlerarnir tveir fyrir Markus eru alls 13,75m2 og hvor toghleri vegur 6,4 tonn.

Seljandi stefnir að því að afhenda nýju toghlerana fyrir Markus í lok október á þessu ári.

„Ég er mjög ánægður með samninginn, ekki síst þar sem við seldum nýju gerðina okkar, Sea-Lion,” sagði Hans Joensen, framkvæmdastjóri Rock Trawl Doors við World Fishing. „Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með þau þrjú toghlerapör sem þegar eru komin í notkun.”

Markus var smíðaður hjá Umoe Sterkoder A/S í Kristiansand í Noregi árið 2003. Skipið er 70,5 m langt og 15,9 m breitt.

Rock Trawl Doors á marga viðskiptavini á Íslandi og fyrirtækið vonast til þess að hitta þá á Íslensku sjávarútvegssýningunni.

Sautján íslenskir togarar eru þegar búnir toghlerum Rock Trawl Doors.

Aflaðu þér nánari upplýsinga um hvað sem er varðandi Íslensku sjávarútvegssýninguna & Sjávarútvegsverðlaunin með því að hafa samband við atburðateymið í síma +44(0)1329 825335 eða með tölvupósti á info@icefish.is.