Atvinnuleysi hefur minnkað úr 9% í 7% frá því að hrunið varð á Íslandi árið 2008, hagvöxtur er nær 3% og rekstrarhalli ríkissjóðs aðeins 5%. Þessu til viðbótar er fiskur svo sannarlega í brennidepli á ný, því á undanförnum þremur árum hefur útflutningsverðmæti fisks og sjávarútvegstengdra afurða aukist um 99 milljarða króna í alls 209 milljarða króna og er 42% af heildarútflutningstekjum. Traustið á markaðinn endurspeglast í bókunum á Íslensku sjávarútvegssýninguna 2011. Enn er ár þar til hún hefst en þegar hefur verið ráðstafað rúmlega helmingi þess sýningarrýmis sem í boði er.