„Við höldum áfram afar vel heppnuðu samstarfi okkar við skipasmíðastöðina í Hvide Sande í Danmörku en þar er nú verið að smíða 26 metra snurvoðar- og netabát fyrir íslenska eigendur,“ sagði Björgvin Ólafsson hjá BP Shipping. „Nýja Hafborgin verður afhent um næstu áramót, á undan áætlun. Nýja línubátahönnunin hefur verið unnin fyrir norræna viðskiptavini og er einn þeirra að íhuga smíði 43 metra línuveiðiskips sem landar ferskum afla en annar íhugar 47 metra frystiskip.“

„BP Shipping á sér langa reynslu, bæði sem seljandi tilbúinna skipa og af samstarfi við skipasmíðastöðvar í Tyrklandi, Pólandi, Síla og nú Danmörku um afhendingu nýsmíða. Við höfum einnig annast kaup á 70 metra langri ferju sem verið er að smíða fyrir íslensk yfirvöld í Crist-skipasmíðastöðinni í Póllandi en henni er ætlað að annast hina mikilvægu siglingaleið á milli meginlandsins og Vestmannaeyja.“

„Við höfum nýlega annast sölu á Þerney, frystitogara HB Granda sem smíðaður var hjá Sterkoder árið 1992, til Sea Harvest í Suður-Afríku og við sáum líka um sölu strandtogarans Drafnar frá Íslandi til Gíneu-Bissá. Það er áhugavert verkefni því þótt fiskimið landsins séu fast sótt er þetta fyrsta skip þeirra sjálfra. Við sáum um standsetningu skipsins í Las Palmas, útveguðum veiðibúnað og sáum til þess að skipið yrði búið frystitækjum.“

„Íslenska sjávarútvegssýningin er okkur afar mikilvægur viðburður og við höfum tekið þátt í henni í áraraðir. Þar hittum við fjölda viðskiptavina okkar, bæði íslenska og erlenda,“ sagði hann.

BP Shipping heldur til í sýningarbási H50 á IceFish.