Hafnarborgin Måløy á vesturströnd Noregs er miðstöð hæfileika og sérþekkingar þar sem er fjöldi fyrirtækja, allt frá veiðarfæraframleiðendum til skipasmíðastöðva og skipahönnuða.

„Við viljum láta siglingageirann, bæði núverandi og nýja viðskiptavini, vita að við erum til og erum góður valkostur við aðrar hafnir við Norður-Atlantshaf. Í Måløy getum við boðið upp á þjónustu, viðhald, uppsetningar, viðgerðir, útvegun birgða, veiðarfæri, hafnaraðstöðu, skipahönnun og smíði skipa af öllum stærðum,” sagði Miriam Edler, framkvæmdastjóri MMG.

„Allt sem þeir þurfa er í næstu nálægð við höfnina í Måløy. Við erum við allan sólarhringinn og aðildarfyrirtæki MMG starfa náið saman til að veita sem allra besta þjónustu.”

Måløy Maritime Group er sannarlega á vaxtarskeiði núna þar sem aðildarfyrirtækin starfa náið saman að ýmsum verkefnum, þar á meðal að smíði fiskiskipsins Cape Arkona, sem verið er að smíða í Måløy fyrir ástralska fyrirtækið Austral Fisheries. Það verður fjölnotaskip, hlaðið nýjungum og hannað fyrir ýmsar tegundir af veiðum. Fyrirtækin Skipskompetanse, Båtbygg, Ocean Electronics og Isovent, allt aðildarfyrirtæki MMG, standa saman að smíði Cape Arcona.

MMG snýr nú aftur á IceFish eftir að hafa tekið þátt árið 2017 með góðum árangri. Meðal aðildarfyrirtækja sem tóku þátt voru Fiskevegn – sem kom heim með verðlaun fyrir bestu nýju vöruna sem kynnt var á sýningunni – og Havfront, sem hlaut verðlaun fyrir „Loppa” – minnstu afhausunarvél í heimi.

„Íslenska sjávarútvegssýningin er fullkominn vettvangur fyrir aðildarfyrirtæki okkar til að hitta bæði nýja og núverandi viðskiptavini ásamt því að kynna MMG sem þjónustuklasa í sjávarútvegi,” segir Miriam Edler.

„Við sjáum að þetta er mikilvægur vettvangur til að vera sýnilegur á.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is