Íslyft er fastur þátttakandi á Íslensku sjávarútvegssýningunni þar sem tækifæri gefst til að hitta viðskiptavini hvaðanæva af landinu. Íslyft þjónar öllum atvinnuvegum, allt frá landbúnaði og sjávarútvegi til flutningastarfsemi. Vöruúrvalið spannar allt sviðið, frá venjulegum brettalyfturum til tækja sem fara létt með að lyfta mörgum tonnum. Einnig er mikið úrval af sérhæfðum tækjum svo sem rafmagnsbílum og gaffallyfturum fyrir matvælaiðnað og fjölmargt fleira.

„Reynsla okkar af Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur alltaf verið frábær,“ segir Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft. „Við höfum tekið þátt í henni síðan 1999 og alltaf fengið straum viðskiptavina til okkar.“

Gísli segir að margt hafi breyst á þessum tæpu tveimur áratugum, bæði sýningin og Íslyft hafi stækkað og viðskiptavinum fyrirtækisins hafi fjölgað mikið. „Við leggjum áherslu á íslenska markaðinn og viðskiptavinir úr öllum landshornum heimsækja okkur á sýningarbásinn. Við erum alltaf með jafnstóran bás og við erum alltaf á sama stað í sýningarrýminu þannig að menn eiga auðvelt með að finna okkur,“ segir Gísli Guðlaugsson.