Þessi gamalgróna sjávarútvegssýning hóf göngu sína árið 1984. Hún er haldin á þriggja ára fresti og er orðin umfangsmesta sýningin í greininni á norðurslóðum. Tíminn er valinn í ljósi óska sýnenda til að tryggja að þeir geti alltaf haft nýja framleiðslu á boðstólum. Sjávarútvegssýningin verður enn á ný haldin í Smáranum í Kópavogi, á höfuðborgarsvæðinu miðju .