Íslenska sjávarútvegssýningin var síðast haldin 2008 og heppnaðist mjög vel þótt hún væri haldin dagana áður en hrunið mikla varð. Nær 500 fyrirtæki frá 33 löndum sýndu vörur sínar og 12.429 gestir komu frá 50 löndum, þar með taldir 75 VIP-gestir og sendinefndir frá Kanada og Ekvador. Mercator Media skipuleggur sýninguna og hyggst fjölga VIP-sendinefndum á næstu sýningu árið 2011 vegna mjög góðra viðbragða sýnenda. Mercator Media starfar náið með bæði sýnendum og helstu samtökum á Íslandi og hyggst á ný bjóða VIP-gestum til að tryggja að lykilmenn alls staðar að úr greininni mæti á sýninguna.