Sjávarútvegssýning ársins 2017 verður sú 12. í röðinni en á síðustu sýningunni árið 2014 ríkti mikil bjartsýni og margir sýnendur tryggðu sér stórar pantanir. Það var ekki nóg með að sýningargestum fjölgaði um 12% og urðu samtals 15.219, þeir komu frá fleiri löndum en nokkru sinni fyrr eða 52 alls, þar með taldir nýir sýnendur frá Kína, Þýskalandi, Japan, Tyrklandi og Bandaríkjunum. Icefish 2014 bauð upp á rúmlega 500 sýnendur með afar fjölbreyttar vörur og þjónustu, allt frá vinnslubúnaði og veiðarfærum til lausna á sviði úrgangs og nýtingar. 

Á Íslensku sjávarútvegssýningunni er fjallað um allar hliðar sjávarútvegs, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og pökkunar, markaðsetningar og dreifingar á fullunnum afurðum.

Sýningarstjórn og starfslið Icefish veitir rúmlega 500 sýnendum og kostendum sínum víðtækan stuðning og kynningu. Þar má nefna beina markaðssetningu en Icefish býr að 6.700 netföngum fagfólks á sviði sjávarútvegs. Fjallað er um sýninguna í á fimmta tug íslenskra og erlendra fjölmiðla, þar með talið sjónvarp og útvarp, stafrænt og prentað kynningarefni, og síðast en ekki síst í systurtímariti Icefish, World Fishing & Aquaculture.

Fyrirtæki og fyrri sýnendur sem hafa ekki þegar bókað sér sýningarbás fyrir Icefish 2017 ættu að hafa samband við Marianne Rasmussen-Coulling, annað hvort í netfang eða síma: icefish@icefish.is  | +44 1329 825335