Fyrirtækið hefur ekki haft hátt um þróun DynIce ljósleiðarakapalsins undanfarin ár, heldur einbeitt sér að því að finna lausnir á því erfiða verkefni að hanna hlífðarklæðningu utan um viðkvæman þriggja þráða leiðarann í kaplinum til að verja hann fyrir öflum sem teygja hann og beygja.

„Við hlökkum til að sýna DynIce ljósleiðarakapalinn okkar og og kynna einstaka gagnaflutningsgetu hans fyrir gestum á IceFish-sýningunni árið 2020,“ segir Hjörtur Erlendsson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar, þegar Eystrasaltsverksmiðja Hampiðjunnar afhenti fyrsta keflið með nýja kaplinum til Íslands.

Þessi vöruþróun hefur mikil áhrif á rafeindatækni í togveiðarfærum. Hefðbundnir kopar- og stálkaplar hafa verið notaðir í meira en sextíu ár til að koma boðum frá sonar á höfuðlínu yfir í veiðiskip, en á síðustu árum hefur vandinn verið sá að þessir kaplar eru orðnir flöskuháls þróunarinnar – þegar gagnaflutningskaplarnir ráða ekki lengur við æ fullkomnari rafeindatækni.

Fyrsta sendingin er þegar farin af stað til Íslands og verða fyrstu tilraunir með þennan byltingarkennda nýja kapal gerðar á Beiti, uppsjávarskipi Síldarvinnslunnar.

DynIce ljósleiðarakapallinn hefur verið lengi í þróun en það var Hjörtur Erlendsson sem átti frumkvæðið. Byggt var á DynIce gagnakaplinum sem hefur verið víða í notkun um nokkurra ára skeið. Það var síðan þróunarstjóri fyrirtækisins, Jón Atli Magnússon, sem hélt áfram með verkefnið yfir á lokastig þess.

Þegar hefur verið sótt um einkaleyfi fyrir DynIce ljósleiðarakapalinn, auk þess sem Hampiðjan hefur sótt um fleiri einkaleyfi tengd aðferðum og tækni sem sprottið hafa upp úr þróun á öflugri vörn fyrir hina viðkvæmu ljósleiðaraþræði í kaplinum.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is