Kerfið frá D-Tech veitir langtímavörn gegn örverum í matvælaframleiðslu og er víða notað hér á landi auk þess sem salan erlendis á þessu nýstárlega og sjálfvirka úðakerfi frá þeim er í stöðugum vexti.

„Allar helstu fiskvinnslur hér á Íslandi nota búnaðinn frá okkur, og við erum líka búnir að setja upp D-Tech kerfi um borð í alla nýju togarana sem bæst hafa í Samherjaflotann,” sagði hann.

Nýjasta tækni er notuð í þessum sótthreinsikerfum, með vistvænum efnum sem draga úr þörfinni fyrir vatn, orku og önnur aðföng. Uppsetning á D-Tech hefst alltaf á því að gerð er fagleg hreinlætisáætlun sem löguð er að áhættuþáttum og þörfum starfseminnar.

„Markmiðið er að vera með hreinlætisskipulag sem gefur fulla vörn gegn örverum. Starfsfólkið okkar starfar náið með viðskiptavinum til að sótthreinsa fyllilega alla viðkvæma starfsemi,” sagði hann.

Í boði eru ólík kerfi með sótthreinsun og þrifum sem ýmist getur verið stýrt handvirkt eða með sjálfvirka úðakerfinu frá D-Tech á svæðum sem þarfnast sérstakrar umhirðu.

„Þegar þetta er rétt gert þá næst full vörn gegn örverum með bættum hreinslætisreglum og vinnubrögðum. Þessi vörn gerir fyrirtækjum síðan kleift að bæta sig stöðugt í sótthreinsun og þrifum.”

Þótt fyrirtækið sé staðsett á Íslandi nær markaðssvæði þess yfir allt Norður-Atlantshaf og undir það heyrir einnig dótturfyrirtækið D-San í Póllandi sem hefur útvegað kjúklinga- og kjötframleiðendum hreinlætisbúnað.

„Við erum líka virk í sjávarútvegsgeiranum þar,” bætir hann við. „Þar störfum við með fiskvinnslum og líka fyrirtækjum í sérhæfðari framleiðslu eins og reyktum laxi.”

„Okkur þykir þessi sýning njóta virðingar og hafa sannað sig í gegnum árin,” segir Guðmundur Sigþórsson.

„Þetta er fullkominn vettvangur til þess að ná til fólks í sjávarútvegi við Norður-Atlantshaf og er að mörgu leyti betri sýning en margir stærri viðburðir í greininni.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is