Sigurður Davíð Stefánsson, nýsköpunar- og frumkvöðlastjóri Íslenska sjávarklasans, hefur starfað náið með Ocean Excellence sem var stofnað árið 2012 með þá hugsjón að leiðarljósi að tengja saman þá þekkingu, reynslu og traustan feril hinna bestu fyrirtækja á sviði verkfræði, sjávartækni og fiskvinnslu á Íslandi til að koma með einstæðar heildarlausnir.

Á FWP 2020 mun Sigurður Davíð STefánsson ræða um störf sín með Ocean Excellence um ofurkælitækni fyrir smábátaveiðar, sem oft falla í verði vegna þess að sjávarfangið er ekki nægilega kælt.

Stærsti framleiðandi kaldsjávarrækju mun einnig taka þátt í FWP 2020. Ole Mejlholm, gæðastjóri hjá Royal Greenland, ræðir meðal annars um nýstárlega nálgun fyrirtækisins við þátttöku í fjögurra ára rannsóknarverkefni (2019-2023), fjármögnuðu af Evrópusambandinu, þar sem áherslan er á þróun og prófanir á nýjum hugmyndum við nýtingu á aukaafurðum, eins og að vinna úr þeim lífvirk peptíð og prótínefni.

Royal Greenland tekur til vinnslu meira en 120 þúsund tonn af hráefni árlega og fær úr því úrvals birgðir af hágæða hráefni sem hentar fullkomlega til að búa til aukið virði úr aukaafurðum sem annars hefði verið hent.

Endurtekið stef í starfi Ole Mejlholms hefur verið vöruþróun þar sem áhersla er á hámörkun matvælaöryggis og gæða, einkum varðandi ólíkar tegundir af tilbúnum mat úr sjávarfangi.

Fish Waste for Profit tekur höndum saman við IFFO, sjávarafurðasamtökin sem eru fulltrúar og talsmenn aðildarfyrirtækja í fiskimjöls- og lýsisframleiðslu um heim allan.

IFFO nýtur virðingar og viðurkenningar um heim allan og kemur fram fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna á öllum mikilvægum alþjóðavettvöngum, ásamt því að styðja við ábyrga framleiðslu um heim allan. Net þeirra nær til 55 landa og aðildarfélögin framleiða meira en 60 prósent af heimsframleiðslunni og meira en 80 prósent af fiskimjöls- og lýsisverslun heimsins.

Enda þótt aðildarfélögin framleiði einkum mjöl og lýsi þá viðurkennir IFFO svipaðar vörur eru að spretta upp úr sjávarumhverfinu og telja þær mikilvægar á sviði sínu.

Þeir sem vilja vita meira um ráðstefnu ársins, eða lýsa áhuga sínum á að taka til máls eða veita styrki, geta opnað www.icefishconference.com, haft samband við teymið í síma +44 1329 825335 eða sent töluvpóst á info@icefishconference.com.