Morgère vinnur í nánum tengslum við íslenska dreifingaraðilann Ísfell sem stuðlar að öflugum tengslum toghlerahönnuðarins við skipstjóra til þess að vinna að framþróun og nýjum hugmyndum. Hönnunarteymi Morgère hefur margsinnir fundið leiðir til þess að takast á við vandamál sem íslensku skipstjórarnir hafa glímt við.

„Íslenska markaðssvæðið er okkur afar mikilvægt, ekki bara vegna þess að við seljum svo stórum hluta íslenska fiskiskipaflotans toghlera, þar er líka stunduð umfangsmikil tilraunastarfsemi. Skipstjórar á íslenskum togurum krefjast góðs árangurs og vilja standa sig allra best við jafnvel erfiðustu aðstæður en þannig myndast mjög skapandi umhverfi fyrir nýjar hugmyndir sem stöðugt verða til“, sagði hann.

Ísfell hefur árum saman verið dreifingaraðili á Íslandi fyrir Morgère og mótað náin samstarfstengsl við bæði Michel Dagorn og samstarfsteymi hans í frönsku hafnarborginni St-Malo en þaðan selur fyrirtækið toghlera um víða veröld.

„Við kunnum vel að meta sérlega náin tengsl okkar við Ísfell sem gefa okkur möguleika á að bæta vörur okkar tæknilega séð“, bætti hann við.

„Íslenska sjávarútvegssýningin er mikilvægur viðburður í dagatali okkar því þar gefst úrvals tækifæri til þess að hitta íslenska viðskiptavini okkar. Við verðum því til staðar á IceFish á næsta ári til þess að styðja Ísfell en þetta er sú sýning sem við hlökkum sérstaklega til.“