Einn Manitou MLT 735 lyftari var seldur HB Granda og fjórir MLT 625 lyftarar voru seldir Hraðfrystihúsi Hellissands, Jakobi Valgeir, Fiskvinnslunni Kambi og Bílum og vélum.

Þrjú tækjanna voru tilbúin til afhendingar.

Pjetur Pjetursson, framkvæmdastjóri Pons Péturs O. Nikulássonar segir við World Fishing: „Þetta er sú íslenska sjávarútvegssýning sem hefur skilað okkur mestu um margra ára skeið og sú allra besta af síðustu þremur til fjórum sýningum. Við höfum komið okkur upp fjölda nýrra sambanda á sýningunni.”

MLT 625 gaffallyftarinn hefur verið þróaður með mjög þröng rými í huga. Honum er lýst sem meiru en bara venjulegum lyftara, hann er fallegur að sjá og þægilegur í notkun. Nýjasta hönnunartækni einkennir tækið, jafnt að utan sem innan.

Þægindi eru lykilþáttur við smíði MLT 735. Umhverfi ökumannsins er vistfræðilega hannað með hámarks þægindi í huga. Manitou er búinn einstökum JSM-stýripinna sem gerir ökumanni kleift að stjórna öllum hreyfingum lyftarans með annarri hendi og átakalaust. Stýrishúsið er algjörlega hljóðeinangrað og í mælaborðinu er hliðrænn skjár sem birtir allar þær upplýsingar sem þörf er fyrir yfir vinnudaginn.

Aflaðu þér nánari upplýsinga um hvað sem er varðandi Íslensku sjávarútvegssýninguna & Sjávarútvegsverðlaunin með því að hafa samband við atburðateymið í síma +44(0)1329 825335 eða með tölvupósti á info@icefish.is.