Marianne Rasmussen-Coulling sýningarstjóri og Mark Saul hjá World Fishing Magazine verða í Brussel í næstu viku til þess að kynna Icefish 2017. Ef þú hefur áhuga á að hitta þau á sýningunni, sendu vinsamlegast tölvuskeyti á: icefish@icefish.is

 

Sjávarútvegurinn er ein af mikilvægustu stoðum íslensks efnahagslífs, bæði sem uppspretta næringar fyrir þjóðina og umtalsverður hluti af útflutningi frá Íslandi. Starfsgreinin gegnir einnig mikilvægu hlutverki í menningu og arfleifð Íslendinga. Árið 2014 störfuðu um 10.500 manns beint við sjávarútveg en það er aukning um 8,2% frá árinu 2012. 

 

Íslenska sjávarútvegssýningin hefur átt sinn hlut í þessari miklu velgengni frá árinu 1984 og á sýningunni árið 2014 voru allir sýningarbásar leigðir út, auk þess sem sýningargestum fjölgaði um 12% en alls komu þá 15.219 gestir. Í rúma þrjá áratugi hefur þessi vinsæla sýning fjallað um allar hliðar sjávarútvegsins, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og pökkunar, markaðsetningar og dreifingar á fullunnum afurðum. Undirbúningur 12. sjávarútvegssýningarinnar er vel á veg kominn og haldnir hafa verið á Íslandi fundir skipuleggjenda, Mercator Media og ráðgjafanefndar þar sem sæti eiga fulltrúar sýnenda og opinberra yfirvalda.