Egersund Ísland á Eskifirði er nátengt Norwegian Egersund Group og hefur einkum einbeitt sér að framleiðslu á hringnót og flottrolli, en hefur í auknum mæli verið að snúa sér að því að þjónusta fiskeldisgeirann sem hefur verið vaxandi á Íslandi. Fjárfesting upp á 20 milljónir norskra króna hefur verið notuð í hreinsibúnað fyrir laxakvíar en þó þannig að netþakið er áfram notað til viðgerða og viðhalds á kvínni. Nýja þvottastöðin, sem hefur nú þegar verið tekin í notkun, verður með viðbótarbúnað sem er notaður til að lita kvíarnar áður en þær eru teknar aftur í notkun. Reiknað er með því að þetta síðasta stig í ferlinu verði komið í notkun nú í sumar.

„Ísland hefur innleitt norska staðla fyrir laxeldi. Þessir staðlar eru þeir kröfuhörðustu sem þekkjast nokkurs staðar í heiminum. Árangur norska fiskeldisgeirans sýnir hve áhrifaríkir þessir kröfuhörðu staðlar eru,“ segir hann, og bætir því við að þvottastöðin sótthreinsi einnig kvíarnar áður en þær fara í skoðun og viðgerðir.

Samkvæmt þessum stöðlum er stærsti kostnaðurinn við rekstur kvíaþjónustunnar fólginn í því að hreinsa affallsvatn frá þvottaferlinu, þar sem þetta þarf að hreinsa áður en það er losað.

Vonast er til þess að stöðugleiki í starfseminni verði meiri með því að útvíkka hana yfir í fiskeldisgeirann, vegna þess að megnið af henni miðast við vertíðir.

„Sveiflurnar verða miklar þegar unnið er með uppsjávarveiðarfæri. Sumir mánuðir eru alveg brjálaðir vegna þess að það þarf að gera svo mikið - og næsti mánuður getur síðan verið mjög rólegur. Fiskeldið er líka háð árstíma, en kví sem tekin er upp að hausti þarf oft ekki að nota aftur fyrr vorið eftir, þannig að það gerir okkur kleift að jafna út álagstoppa og lægðir.“

Hann sagði að fjárfestingar Egersunds Íslands gefi fyrirtækinu verulegt forskot á þessu sviði, enda þótt allmörg fyrirtæki sinni þjónustu við fiskeldisbúnað.

„Við erum þau einu sem höfum fjárfest þetta mikið,“ segor Benedikt Stefánsson. „Við höfum séð laxeldi ná flugi áður á Íslandi, en í þetta skiptið er það öðru vísi. Núna ríkir stöðugleiki og við sjáum að þessi grein er komin til að vera.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is