Celiktrans hefur langa reynslu af að smíða skip fyrir Íslendinga. Fyrirtækið hefur sent hingað þrjá ferskfisktogara fyrir Brim ásamt uppsjávarskipum.

Víkingur og Venus voru smíðuð fyrir Brim, auk þess sem Ísfélagið fékk Sigurð og Síldarvinnslan Börk frá upphaflegum eigendum þeirra í Noregi.

„Nú eru fjögur uppsjávarskip frá skipasmíðastöð okkar að veiðum við Ísland með samtals 11.500 rúmmetra lestarrými," segir Volkan Urun.

„Þetta sýnir greinilega hvað við erum færir um."

Hann bætir því við að þeir sjái mikla möguleika á Norðurlöndum, sem er ein af ástæðum þess að ákveðið var að taka þátt í IceFish aftur.

„Hver sýning er spennandi fyrir okkur," segir hann.

„Í hvert sinn sem ég kem til Íslands fer ég í laxveiðar eða á sjóstangaveiði, og þótt ég veiði stundum ekkert þá hef ég alltaf gaman af því. Það sama gildir um sýninguna, stundum kemur pöntun og stundum ekki, en við höfum alltaf gaman af því að hitta viðskiptavini og mögulega viðskiptavini á IceFish."

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is