Brimborg er einnig er með umboð fyrir Volvo Penta bátavélar á Íslandi valdi Icefish – Íslensku sjávarútvegssýninguna til að kynna til sögunnar nýja deild, Fyrirtækjalausnir Brimborgar en ætlun hennar er að veita fyrirtækjum heildarlausnir í bílamálum. Vöruframboð hennar samanstendur af nýjum og notuðum bílum, rekstrarleigu, bílaleigu, langtímaleigu og sendibílaleigu auk þess að veita framúrskarandi þjónustu í gegnum þjónustuframboð Brimborgar.

Benný Ósk Harðardóttir, sölustjóri Fyrirtækjalausna Brimborgar sagði að þau hefðu valið Íslensku sjávarútvegssýninguna til að frumsýna vöruframboðið því það sé kjörinn staður til að til að hitta núverandi og framtíðar viðskiptavini. Viðtökurnar hafa verið framúrskarandi og áhugi sýnenda og gesta hefur verið einlægur og mikill. Við erum í stakk búin til að veita víðtæka þjónustu og alveg niður í fjögurra klukkustunda leigu á sendibílum.

Brimborg forsýndi einnig á básnum sínum hinn nýja Volvo XC60 sem fengið hefur ótrúlegar viðtökur. Á sýningunni höfum við selt hátt í 30 eintök af bílnum og verður það að teljast góður árangur.

Brimborg er umboðsaðili fyrir Ford, Volvo, Peugeot, Citroën og Mazda og Fyrirtækjalausnir Brimborgar er einstök þjónusta sem veitir fyrirtækjum víðtæka lausn á bíla- og tækjamálum sínum. Undir þeirra hatti er fjölbreytt starfsemi og má þar nefna verkstæði, hraðþjónusta, dekkjasala og annað sem styður við það að geta klæðskerasniðið vandaðar lausnir að þörfum fyrirtækja – allt á einum stað. Nýjar höfuðstöðvar atvinnutækjasviðs Brimborgar opna síðar á árinu að Hádegismóum í Árbæ undir nafninu Veltir. Sú fjárfesting undirstrikar enn frekar áherslur Brimborgar í þá átt að styðja enn frekar við þjónustu og þjónustuveitingu til viðskiptavina sinna.