Fyrirtækið hefur verið að framleiða toghlera í verksmiðju sinni á vesturstönd Danmerkur í meira en hálfa öld, og hefur statt og stöðugt neitað að flytja framleiðslu sína til ódýrari staða í heiminum

„Þessa dagana heyrum við mikið um vörur sem koma frá Austurlöndum fjær eða eru framleiddar í löndum þar sem vinnuaflið er ódýrara. En við höfum alltaf sagt að við trúum á reynsluna, handverkið og samskiptin, og við gerum okkur betur en nokkru sinni grein fyrir því að það borgar sig alltaf að velja hágæða vörur og efni,” sagði Henrik Andreasson, einn af þeim fulltrúum fyrirtækisins sem reglulega stendur vaktina á sýningunum.

Thyborøn toghlerar hafa verið á IceFish frá upphafi og verða aftur til sýnis á IceFish nú í ár.

„IceFish sjávarútvegssýningin er mjög mikilvæg fyrir okkur vegan þess að rétt eins og á öðrum svæðum á Norðurlöndunum er reiknað með nýjustu tækninni í fiskveiðum við Ísland og þeir vilja búnað sem skilar árangri. Þannig að fyrir okkur er þetta frábær staður til að vinna með sjómönnum – leggja okkar af mörkum til að hjálpa þeim við að bæta fiskveiðarnar og um leið að efla kunnáttu okkar og sérþekkingu,” sagði hann.

Starfsmannahópurinn hjá Thyborøn toghlerum hefur mikla trú á persónulegum samskiptum og leggur sig fram um að vera tiltækur viðskiptavinum allan sólarhringinn, hvern einasta dag ársins.

„Við erum á vaktinni allan sólarhringinn með leiðbeiningar eða aðstoð, eða hvaðeina sem þeir þarfnast,” sagði Henrik Andreasson.

„Vegna þess að við trúum eindregið á bein samskipti við viðskiptavini okkar um heim allan, þá er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt í sýningum því þar fáum við tækifæri til að hitta skipstjóra augliti til auglitis – og IceFish er mikilvæg fyrir okkur vegna þess að þar hittum við íslensku skipstjórana.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is