carousel2

Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish 2022, snýr aftur til Kópavogs dagana 8.-10. júní 2022.

Sýningin hóf göngu sína árið 1984 og hefur að ósk sýnenda verið haldin á þriggja ára fresti allar götur síðan. Það tryggir að sýnendur geti alltaf boðið upp á nýjustu tækni, vörur og þjónustu, og fyrir vikið geta gestir alltaf treyst því að þeir gangi að því nýjasta og áhugaverðasta frá markaðinum í heild sinni.

Sýningin 2017 var tólfta sinnar tegundar og einkenndist af sóknarhug og bjartsýni sem endurspeglaðist í að margir sýnendur fengu stórar pantanir í kjölfarið, en það ár voru gestir á fjórtánda þúsund frá 52 þjóðlöndum.

Íslenska sjávarútvegssýningin 2017 var miklu meira en aðeins sýning því að samtímis var ráðstefnan Fish Waste for Profit haldin, námsstyrkir voru veittir úr IceFish-sjóðnum í sjöunda skipti og haldnir voru innanbúðarfundir fyrir þátttakendur. Því til viðbótar var ráðstefnan The World Seafood Congress haldin á sama tíma og þátttakendur á henni heimsóttu sýninguna.

IceFish-sýningin spannar allar hliðar sjávarútvegsins, hvort sem um er að ræða hönnun og smíði skipa, staðsetningu fisksins og veiði, vinnslu og pökkun, markaðssetningu eða dreifingu fullunnins hráfefnis.

Hafirðu áhuga á að sýna, styrkja eða heimsækja sýninguna skaltu hringja í (0044) 01329 825 335 eða senda okkur tölvupóst á netfangið email info@icefish.is